Glæpahópar flytji inn konur til að stunda vændi Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 6. maí 2021 16:06 Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/ARNAR Lögregla telur að skipulagðir glæpahópar á Íslandi sendi konur til landsins í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi að sögn lögreglufulltrúa. Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg. Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Í vikunni hefur Kompás fjallað um skipulagða glæpahópa og ógnina af þeim. Lögregla telur að hér starfi um fimmtán hópar, með allt að þrjátíu manns í hverjum hópi. Fjallað var um aukna hörku, þaulskipulögð tryggingasvik og tugmilljarða fíkniefnaviðskipti sem nú einkenna undirheima Íslands. Algengt er að mansal og vændi sé hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. „Þeir gera út vændiskonur. Þessir hópar sem við erum að sjá eru jafnvel að gera út frá öðrum löndum og senda konurnar hingað sem eru hérna í stuttan tíma í senn, auglýsa sitt vændi og fara síðan aftur,“ segir Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi. Málin séu oft flókin og erfitt fyrir lögreglu og taka þau lengra. „Þær konur sem hafa verið að stunda vændi hér á landi, erlendar konur í flestum tilfellum, hafa ekki verið fúsar til að ræða við lögreglu eða telja sig ekki vera fórnarlömb og segja okkur að það sé enginn sem neyðir þær til að koma hingað,“ segir Einar og bætir við að lögregla hafi þó sterkan grun um annað. Í byrjun desember fór lögregla í markvissar aðgerðir gegn vændi. Framboðið kom Einari á óvart. „Hversu mikið það var, og eins eftirspurnin. Við fórum á nokkra staði og ræddum við þessar konur og í kjölfarið fengu þó nokkrir menn réttarstöðu sakbornings,“ segir Einar. Á fimmta tug fengu réttarstöðu sakbornings eftir aðgerðir lögreglu í desember. Málin séu öll á leið á ákærusvið á næstu dögum og telur Einar allar líkur á því að þau endi með sektargreiðslu. „Þetta eru mjög alvarleg mál og viðskipti með fólk er eitt það arðbærasta í skipulagðri glæpastarfsemi og það er náttúrulega mjög alvarlegt,“ segir Einar Guðberg.
Kompás Lögreglumál Vændi Tengdar fréttir „Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
„Þetta var bara aftaka“ Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Hún er gagnrýnin á að lögregla hafi haft upplýsingar um að sá sem gengist hefur við morðinu hafi verið vopnaður skammbyssu þremur vikum áður og verið á Íslandi þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi. 4. maí 2021 08:00