Tímabilið undir hjá Arsenal sem þarf að fella þann sigursælasta Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 13:30 Bukayo Saka gaf Arsenal góða von um að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar hann krækti í vítaspyrnu á Spáni fyrir viku. Getty/David S. Bustamante Á meðan að Manchester United virðist eiga sigurinn vísan í einvígi sínu við Roma er mikil spenna í undanúrslitarimmu Arsenal og Villarreal þar sem úrslitin ráðast í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta. Arsenal þarf að gera nokkuð sem engu liði hefur tekist í vetur. Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira