Tímabilið undir hjá Arsenal sem þarf að fella þann sigursælasta Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 13:30 Bukayo Saka gaf Arsenal góða von um að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar hann krækti í vítaspyrnu á Spáni fyrir viku. Getty/David S. Bustamante Á meðan að Manchester United virðist eiga sigurinn vísan í einvígi sínu við Roma er mikil spenna í undanúrslitarimmu Arsenal og Villarreal þar sem úrslitin ráðast í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta. Arsenal þarf að gera nokkuð sem engu liði hefur tekist í vetur. Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira