Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2021 11:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Aðsend Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áslaugu Örnu en sameiginlegt prófkjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram dagana 4. til 5. júní næstkomandi. Hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist sömuleiðis eftir því að leiða annan lista flokksins í Reykjavík. Áslaug hefur verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra í september 2019. Hún hefur einnig gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd, Íslandsdeild NATO og utanríkismálanefnd Alþingis. Árið 2015 var Áslaug Arna kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg verkefni framundan „Í störfum mínum síðastliðin ár hef ég lagt mig fram um að nýta þau tækifæri sem ég hef sóst eftir og fengið til að vinna að því að hafa góð áhrif á samfélag okkar og tryggja réttindi einstaklinga. Innan Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi og sem dómsmálaráðherra. Stjórnmál eiga að snúast um það að gera samfélagið betra og réttlátara þannig að sem flestir geti nýtt þau tækifæri sem til staðar eru. Við eigum að stefna að því að einfalda líf fólks og að kerfið lagi sig að fólki en fólk þurfi ekki að laga sig að kerfinu. Ég vil byggja á bjartsýni til framtíðar, nýta góðar hugmyndir og raunhæfar lausnir, tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni landsins og sameina ólík sjónarmið í samfélaginu. Það eru mikilvæg verkefni framundan en á sama tíma bíða okkar enn fleiri tækifæri sem við þurfum að grípa,“ segir Áslaug Arna í yfirlýsingu sinni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Áslaugu Örnu en sameiginlegt prófkjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fer fram dagana 4. til 5. júní næstkomandi. Hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist sömuleiðis eftir því að leiða annan lista flokksins í Reykjavík. Áslaug hefur verið þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árinu 2016 og var skipuð dómsmálaráðherra í september 2019. Hún hefur einnig gegnt formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd, Íslandsdeild NATO og utanríkismálanefnd Alþingis. Árið 2015 var Áslaug Arna kjörin ritari Sjálfstæðisflokksins og hafði áður gegnt formennsku í Heimdalli, setið í stjórn SUS og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Mikilvæg verkefni framundan „Í störfum mínum síðastliðin ár hef ég lagt mig fram um að nýta þau tækifæri sem ég hef sóst eftir og fengið til að vinna að því að hafa góð áhrif á samfélag okkar og tryggja réttindi einstaklinga. Innan Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi og sem dómsmálaráðherra. Stjórnmál eiga að snúast um það að gera samfélagið betra og réttlátara þannig að sem flestir geti nýtt þau tækifæri sem til staðar eru. Við eigum að stefna að því að einfalda líf fólks og að kerfið lagi sig að fólki en fólk þurfi ekki að laga sig að kerfinu. Ég vil byggja á bjartsýni til framtíðar, nýta góðar hugmyndir og raunhæfar lausnir, tryggja öryggi okkar og samkeppnishæfni landsins og sameina ólík sjónarmið í samfélaginu. Það eru mikilvæg verkefni framundan en á sama tíma bíða okkar enn fleiri tækifæri sem við þurfum að grípa,“ segir Áslaug Arna í yfirlýsingu sinni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43