Dejan Lovren getur haldið áfram að kalla sig meistara ólíkt fyrrum félögum sínum í Liverpool liðinu.
Liverpool seldi króatíska miðvörðinn til Zenit Sankti Pétursborg í lok júlí fyrir tæpar ellefu milljónir punda eða 1,9 milljarða króna.
Lovren var búinn að spila með Liverpool í sex ár og vann bæði ensku deildina og Meistaradeildina með félaginu.
Good morning Champions pic.twitter.com/28nOGTTcRh
— Dejan Lovren (@Dejan06Lovren) May 3, 2021
Nú níu mánuðum síðar er Lovren orðinn rússneskur meistari með Zenit. Zenit liðið varð þarna meistari þriðja árið í röð. Zenit er öruggt með titilinn þrátt fyrir að það séu tvær umferðir eftir.
Lovren hefur ekki verið með að undanförnu vegna meiðsla en hann var auðvitað mættur til að fagna titlinum með félögum sínum.
Lovren er 31 árs gamall og varð þarna meistari í þriðja sinn á ferlinum. Hann varð króatískur meistari með Dinamo Zagreb árið 2009.
Króatinn náði aðeins að spila tíu leiki á síðasta tímabilinu með Liverpool en félagið hefði heldur betur getað notað hann í vetur þegar liðið lenti í öllum meiðslavandræðunum með miðverðina sína.
Congratulations to Dejan Lovren on winning the title in Russia this weekend.
— The Anfield Talk (@TheAnfieldTalk) May 3, 2021
2018 - World Cup and #UCL finalist.
2019 - #UCL winner.
2020 - Premier League winner.
2021 - Russian Premier League winner.
Not bad going @Dejan06Lovren pic.twitter.com/lzDbCzIr1V