Innlent

Ungt fólk kvíðið fyrir sprautunni: „Svolítið um að það væri að líða yfir fólk“

Samúel Karl Ólason skrifar

Yngra fólk en áður mætti í bólusetningu í Laugardalshöllina í dag þegar bólusett var með bóluefni Jansen. Nokkuð var um að liðið hafi yfir fólk en hjúkrunarfræðingur segir það ekki hafa tengst bóluefninu heldur streitu og kvíða fyrir bólusetningunni.

Ríflega sex þúsund voru bólusettir í Laugardalshöllinni í dag og

„Fólk skilað sér mjög vel í dag í bólusetninguna. Síðan voru aukaskammtar nokkrir eftir þannig við kölluðum út í þá núna í restina,“ segir Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur.

Á meðal þeirra sem bólusettir voru í dag voru grunn- og leikskólakennarar og starfsfólk skóla. Í þessum hópi er yngra fólk en áður hefur verið bólusett. Nokkuð var um það að það liðið yfir fólk eftir að hafa verið bólusett í dag og þá helst yngra fólk.

„Það var svolítið um að það væri að líða yfir fólk,“ segir Jórlaug.

„Það er ekkert tengt bóluefninu. Það er miklu frekar svona streita. Þið vitið fólk er að flýta sér á staðinn og svo bara sjáum við það að þetta er yngra fólk sem er að koma í dag og þau eru svona viðkvæmari það er bara þannig og þau er líka svona aðeins kvíðnari fyrir því að fá bólusetninguna og svona þannig að þetta spilar allt saman,“ segir Jórlaug.

Hún segir suma jafnvel hafa komið á fastandi maga og sleppt því að borða morgunmat og mælir með að fólk passi sig að borða fyrir bólusetningu.

Sumir þeirra sem mættu fengu boð með aðeins hálftíma fyrirvara. Þeir sem fá bóluefni Jansen þurfa aðeins eina sprautu og því ekki að mæta aftur. Sumir sögðu sprautuna í dag hafa áhrif á skipulag sumarsins á meðan aðrir ætla bara að ferðast innanlands eins og Þórólfur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×