Möguleiki á þriðja enska úrslitaleiknum í sögu Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 14:15 Christian Pulisic skoraði mark Chelsea í fyrri leiknum gegn Real Madrid. Það gæti reynst gulls ígildi í kvöld. getty/Gonzalo Arroyo Það kemur í ljós í kvöld hvort Real Madrid kemst í sautjánda sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu eða Chelsea mæti Manchester City í enskum úrslitaleik á Atatürk leikvanginum í Istanbúl 29. maí. Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Fyrri leik Real Madrid og Chelsea í spænsku höfuðborginni lyktaði með 1-1 jafntefli. Christian Pulisic kom Chelsea yfir en Karim Benzema jafnaði fyrir Real Madrid. Ef Chelsea gerir það sem liðið hefur gert svo oft eftir að Thomas Tuchel tók við því, halda hreinu, kemst það í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn í sögunni. Það yrði einnig þriðji enski úrslitaleikurinn í sögu Meistaradeildarinnar. Chelsea mætti Manchester United í þeim fyrsta í Moskvu 2008 þar sem United hafði betur eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir tveimur árum áttust Liverpool og Tottenham svo við í Madríd þar sem Rauði herinn hafði betur, 2-0. Getur komist í úrslit annað árið í röð Tuchel þekkir það að koma liði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann gerði það með Paris Saint-Germain í fyrra. Frakkarnir töpuðu fyrir Bayern München í úrslitaleiknum í Lissabon, 1-0. Tuchel getur því komið tveimur mismunandi liðum í úrslit Meistaradeildarinnar á jafn mörgum árum. Þótt staða Chelsea sé vænleg er ekki undir neinum kringumstæðum sniðugt að afskrifa Real Madrid í Meistaradeildinni, keppni sem liðið hefur unnið langoft allra, eða þrettán sinnum. Ramos snýr aftur Real Madrid varð Evrópumeistari þrjú ár í röð (2016-18) undir stjórn Zinedines Zidane og Frakkinn stefnir nú á að koma Madrídingum í fjórða sinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er vatn á myllu Madrídinga að Sergio Ramos, sem hefur ekki leikið síðan í mars vegna meiðsla, snýr aftur gegn Chelsea í kvöld. Raphaël Varane verður hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Eden Hazard, fyrrverandi leikmaður Chelsea, kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum gegn Lundúnaliðinu og byrjaði í 2-0 sigrinum á Osasuna um helgina. Hann gæti komið við sögu í leiknum á Stamford Bridge þótt það sé kannski líklegra en ekki að hann byrji á varamannabekknum. Leikur Chelsea og Real Madrid hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport og hann verður svo gerður upp í Meistaradeildarmessunni klukkan 21:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira