Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2021 11:24 Adolf Ingi Erlingsson getur vart lýst því hversu mikill léttir það er að geta nú horft fram á ferðaþjónustuna vakna til lífsins. Hann fór með belgísk hjón til að skoða gosið í gær en þau hafa ferðast um heim allan til að skoða gos. Adolf Ingi Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira