Biden vill bólusetja tólf til sautján ára sem allra fyrst Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. maí 2021 07:01 Biden hafði áður boðað að daglegt líf yrði komið í fastar skorður 4. júlí. epa/Alex Edelman Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti í gærkvöldi nýja áætlun sem miðar að því að búið verði að bólusetja 70 prósent allra fullorðinna Bandaríkjamanna fyrir þjóðhátíðardag landsins, fjórða júlí. Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þá vill forsetinn bjóða upp á bóluefni fyrir börn á aldrinum tólf til sautján ára svo fljótt sem auðið er. Til að þetta gangi eftir þarf að vera búið að bólusetja 160 milljónir manna áður en fjórði júlí rennur upp og segja sérfræðingar það vel mögulegt, enda er búið að bólusetja um 105 milljónir nú þegar. Eins og staðan er í dag eru um það bil milljón einstaklingar bólusettir daglega í landinu. Það hefur hinsvegar hægt verulega á straumnum í bólusetningu undanfarnar vikur og segir Biden því mikilvægt að fá þá sem efast um gildi bólusetninga til að slást í hópinn. „Eftir tvo mánuði skulum við fagna sjálfstæði okkar sem þjóðar og sjálfstæði okkar frá þessari veiru. Við getum þetta. Við munum klára þetta,“ sagði forsetinn á mánudag. Stjórnvöld vestanhafs hafa opnað nýja vefsíðu til að aðstoða fólk við að finna stað þar sem það getur fengið bólusetningu. Þá hefur ný símaþjónusta einnig verið tekin í notkun, þar sem fólk getur gefið upp póstnúmer og fengið upplýsingar. Ef bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin heimilar bólusetningar barna, verður hægt að nálgast þær hjá barnalæknum og í 15 þúsund lyfjaverslunum. Um 17 milljón Bandaríkjamenn eru á aldrinum tólf til fimmtán ára og hefur Anthony Fauci, yfirmaður bandarísku sóttvarnastofnunarinnar, sagt að líklega verði að bólusetja þann hóp áður en hægt verður að hverfa aftur til „eðlilegs lífs“.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira