Líf færist í hafnir landsins á fyrsta degi strandveiðanna Kristján Már Unnarsson skrifar 3. maí 2021 21:35 Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í Reykjavíkurhöfn í dag. Egill Aðalsteinsson Fyrsti dagur strandveiðanna var í dag og viðraði vel til sjóróðra um land allt. Um fimmtungi fleiri smábátasjómenn hafa sótt um veiðileyfi en á sama tíma í fyrra og er búist við að um sjöhundruð stundi veiðarnar í sumar. Út frá tölum vaktstöðvar siglinga má ætla að um tvöhundruð strandveiðisjómenn hafi byrjað veiðarnar í dag. Þeirra á meðal var Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE, sem sigldi úr Reykjavík klukkan hálfsex í morgun og kom að landi rúmum ellefu tímum síðar en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. „Ég náði skammtinum, 760 kíló,“ sagði Þorvaldur sem varð fyrstur til að landa strandveiðiafla í Reykjavík þetta sumarið. Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE er einn síðasti trillukarlinn í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Forystumenn Landssambands smábátaeigenda, formaðurinn Arthur Bogason og framkvæmdastjórinn Örn Pálsson, voru mættir á bryggjuna enda telst þetta stór dagur í þeirra geira. „Að sjálfsögðu. Það er búið að bíða í stóran hluta úr ári eftir því að þessi dagur renni upp. Og þá er náttúrlega bara gaman að lifa,“ segir Arthur. Aflinn hjá Þorvaldi var eingöngu þorskur sem hann veiddi í Faxaflóa um sautján mílur norðvestur af borginni. Um fjögurhundruð bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi en þeir verða sennilega hátt í sjöhundruð talsins í sumar. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um sextíu höfnum hringinn í kringum landið, samkvæmt tölum Fiskistofu. „Það eru umtalsvert fleiri bátar búnir að sækja um heldur en á sama tíma í fyrra. Munar alveg einum sjötíu bátum, minnir mig, eða tuttugu prósentum, eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arthur og telur bágt atvinnuástand skýra fjölgun en einnig daprar horfur í grásleppunni. Ásþór siglir að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðdegis.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur hve fáir stunda strandveiðarnar frá Reykjavík. „Við erum örfáir eftir, því er ver og miður,“ segir Þorvaldur. „Þeir vilja allir fara vestur, ég skil ekkert í þeim,“ segir hann. „Þetta breytir náttúrlega mestu á landsbyggðinni. Það færist líf í fjöldann allan af höfnum landsins. Því miður í Reykjavík, fyrir 35-40 árum síðan, þá voru áttatíu til níutíu trillukarlar. Hann Valdi vinur okkar, sem er að landa hérna, hann er að verða nánast sá eini. En þetta er betra úti á landi,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Reykjavík Byggðamál Tengdar fréttir Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. 4. maí 2020 22:22 Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Út frá tölum vaktstöðvar siglinga má ætla að um tvöhundruð strandveiðisjómenn hafi byrjað veiðarnar í dag. Þeirra á meðal var Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE, sem sigldi úr Reykjavík klukkan hálfsex í morgun og kom að landi rúmum ellefu tímum síðar en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. „Ég náði skammtinum, 760 kíló,“ sagði Þorvaldur sem varð fyrstur til að landa strandveiðiafla í Reykjavík þetta sumarið. Þorvaldur Gunnlaugsson á Ásþóri RE er einn síðasti trillukarlinn í Reykjavík.Egill Aðalsteinsson Forystumenn Landssambands smábátaeigenda, formaðurinn Arthur Bogason og framkvæmdastjórinn Örn Pálsson, voru mættir á bryggjuna enda telst þetta stór dagur í þeirra geira. „Að sjálfsögðu. Það er búið að bíða í stóran hluta úr ári eftir því að þessi dagur renni upp. Og þá er náttúrlega bara gaman að lifa,“ segir Arthur. Aflinn hjá Þorvaldi var eingöngu þorskur sem hann veiddi í Faxaflóa um sautján mílur norðvestur af borginni. Um fjögurhundruð bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi en þeir verða sennilega hátt í sjöhundruð talsins í sumar. Gera má ráð fyrir að aflanum verði landað í um sextíu höfnum hringinn í kringum landið, samkvæmt tölum Fiskistofu. „Það eru umtalsvert fleiri bátar búnir að sækja um heldur en á sama tíma í fyrra. Munar alveg einum sjötíu bátum, minnir mig, eða tuttugu prósentum, eða eitthvað svoleiðis,“ segir Arthur og telur bágt atvinnuástand skýra fjölgun en einnig daprar horfur í grásleppunni. Ásþór siglir að bryggju í Reykjavíkurhöfn síðdegis.Egill Aðalsteinsson Athygli vekur hve fáir stunda strandveiðarnar frá Reykjavík. „Við erum örfáir eftir, því er ver og miður,“ segir Þorvaldur. „Þeir vilja allir fara vestur, ég skil ekkert í þeim,“ segir hann. „Þetta breytir náttúrlega mestu á landsbyggðinni. Það færist líf í fjöldann allan af höfnum landsins. Því miður í Reykjavík, fyrir 35-40 árum síðan, þá voru áttatíu til níutíu trillukarlar. Hann Valdi vinur okkar, sem er að landa hérna, hann er að verða nánast sá eini. En þetta er betra úti á landi,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Reykjavík Byggðamál Tengdar fréttir Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. 4. maí 2020 22:22 Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00 Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45 Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51 Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. 4. maí 2020 22:22
Aflaverðmæti strandveiða gæti orðið fimm milljónir á hvern bát Strandveiðarnar fóru vel af stað á þessum fyrsta veiðidegi sumarsins. Búist er við að allt að sexhundruð smábátar verði á strandveiðunum í sumar. 2. maí 2019 21:00
Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. 4. júlí 2018 21:45
Danskennarinn stígur ölduna á strandveiðum Fyrsti stóri strandveiðidagurinn rann upp í dag. 4. maí 2017 20:51
Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. 10. apríl 2017 21:00