Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 21:45 Páll Ágústsson, strandveiðisjómaður frá Seyðisfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15
Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00