Hann landaði 32 kílóa skrímsli á Bakkafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2018 21:45 Páll Ágústsson, strandveiðisjómaður frá Seyðisfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Bakkafjörður er orðinn einn vinsælasti útgerðarstaður strandveiðisjómanna. Þar landa þeir stórþorski sem þeir veiða við Langanes og fagna mun hærra fiskverði en í fyrra. Sýnt var frá höfninni á Bakkafirði í fréttum Stöðvar 2. Bakkafjarðarhöfn er meðal þeirra sem lifna hvað mest við þegar strandveiðarnar hefjast á vorin og þegar fréttamenn Stöðvar 2 voru á staðnum streymdu smábátarnir inn til löndunar. Meðal þeirra er Auðbjörg NS frá Seyðisfirði. En hversvegna kýs Seyðfirðingur að róa frá Bakkafirði? „Það er bara hagstæðara með miðin og aflann,“ segir Páll Ágústsson um leið og hann bendir á óvenju væna þorska. „Þetta köllum við átta plús, - kíló. Ég fékk einn um daginn, hann var 32 kíló.“Páll sýnir dæmi um stórþorskana sem veiðast þessa dagana við Langanes.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Páll segist fá aflann á Langanesröst. En er það nýtt hjá honum eða er þetta alltaf að svona stórir þorskar veiðist þarna? „Nei, þetta er núna síðustu tíu ár, eða eitthvað svoleiðis. Þetta var aldrei hér áður, sko,“ segir Páll og lyftir einum stórþorski sem við köllum hreinlega bara skrímsli. „En þessi sem var 32, ég rétt náði honum inn. Hann var erfiður." Á bátafjöldanum er auðséð að Bakkafjörður er vinsæll strandveiðiútgerðarstaður. „Já, ég held að þessi höfn, hún hefur ábyggilega verið oft í öðru eða þriðja sæti á landinu í afla.“ Og hér sjáum við einnig báta meðal annars frá Húsavík og Norðfirði. „Það eru einir fimmtán bátar sem eru að róa héðan núna,“ segir Páll, og eftir að viðtalið var tekið sagði heimamaður okkur að bátarnir væru komnir yfir tuttugu.Strandveiðibátar við löndun á Bakkafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En það sem gleður þá mest; þorskverð hefur hækkað. „Hundrað krónum hærra en í fyrra á þessum fiskum,“ segir Páll og bendir á stóra þorskinn. Þetta er því búbót. „Allavega núna. Það er mikið betra verð heldur en var í fyrra. Það var nú alveg niður í rassgati, sko. Það var nú eiginlega bara til skammar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15 Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sjá meira
Töluverðar breytingar gerðar á strandveiðum á komandi vertíð Svigrúm smábátasjómanna til að ná í aflann verður aukið og pottar fyrir einstök svæði lagðir af. Þess í stað verður einn heildarpottur fyrir öll svæðin. 24. apríl 2018 19:15
Afli í strandveiðum stóraukinn en fáir fást til að stunda veiðar Skýrsla sjávarútvegsmiðstöðvar HA sýnir að strandveiðar eru ekki á góðum stað. Aukinn afli fer inn í kerfið en afkoma sjómanna versnar og þeim fækkar. Mikilvægt að bæta kerfið að einhverju leyti. Sjávarútvegsráðherra segir skýrsluna mikilvægt innlegg. 15. mars 2018 06:00