Segir að í þessu árferði ætti að rýmka heimildir til strandveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2020 22:22 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Rýmri heimildir til strandveiða ættu að vera hluti af viðspyrnu stjórnvalda gegn erfiðu atvinnuástandi þetta árið, að mati talsmanns smábátasjómanna. Bræla á fiskimiðunum á þessum fyrsta veiðidegi kom þó í veg fyrir að strandveiðarnar hæfust af krafti. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátasjómanna, hafði raunar hvergi heyrt af því að menn hefðu róið í dag. Engu að síður telst þetta stór dagur meðal smábátasjómanna. „Jú, þetta er mikill dagur; fyrsti í strandveiðum. Ég hefði náttúrlega vonað að það hefði verið logn og blíða um land allt þannig að menn hefðu getað flykkst á sjó,“ segir Örn. Frá Arnarstapa á Snæfellsnesi.Stöð 2/Skjáskot. Fiskistofa er samt búin að úthluta þriðjungi fleiri leyfum til strandveiða í ár en í fyrra og Örn spáir því að sjöhundruð bátar stundi veiðarnar í sumar. Hann segist skynja það að margir vilji á sjóinn í erfiðu atvinnuástandi. „Já, það hef ég orðið var við. Það eru náttúrlega tugir þúsunda atvinnulausir hér í landinu í dag. Og innan þeirra raða eru sjómenn sem hefðu viljað fara út og veiða. Og það á að sjálfsögðu í svona ári eins og núna, þá á að rýmka til og heimila þessar veiðar í mun meira mæli heldur en hefur verið undanfarin ár. Og við erum kannski bara að tala um þetta eina ár,“ segir Örn. En svo mikið er víst. Litlu sjávarþorpin lifna við. „Þau vakna alveg af vetrardvalanum þegar strandveiðarnar byrja og allt mannlífið verður hressara og skemmtilegra þegar spriklandi þorskinum er landað úr strandveiðibátunum. Þetta er það sem fólkið sækist eftir. Það er verið að hvetja okkur Íslendinga til þess að ferðast um landið. Þá er það nú höfnin í þessum litlu sjávarplássum sem hefur mest aðdráttaraflið,“ segir talsmaður smábátasjómanna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi. 4. maí 2020 11:45