Hún vill starfsheitið útgerðarprinsessan Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2017 21:00 Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. Rætt var við Halldóru Unnarsdóttur skipstjóra í frétt Stöðvar 2 frá Snæfellsnesi, sem sjá má hér að ofan. Halldóra Kristín segist hafa byrjað tólf ára gömul á grásleppu með föður sínum og afa en hún býr sig nú undir strandveiðarnar, sem hefjast í næsta mánuði. „Þetta verður fimmta sumarið mitt sem skipstjóri á strandveiðum. Ein,“ segir Halldóra. Hún segist hafa verið hvött af pabba sínum til að afla sér skipstjórnarréttinda og nú er hún að gera trilluna Andra SH klára á Rifi fyrir vertíðina. „Það er byrjað að spasla og mála og skipta um allskonar sem þarf að laga,“ segir hún um verkefnin þessa dagana. -Það er ekki hægt að kalla þig trillukarl? „Nei. Ég hef kallað mig útgerðarprinsessan. Ég vil hafa aðeins flottari nöfn yfir þessu heldur en aðrir.“Halldóra er að undirbúa trilluna Andra SH á Rifi þessa dagana fyrir strandveiðarnar, sem hefjast 2. maí.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hún segist vita um eina aðra stúlku á Snæfellsnesi sem er skipstjóri á strandveiðunum og segir þetta ekki starf sem karlar eigi að einoka. Og henni aflast vel. „Ég toppa hvert sumar, eftir hvert annað. Þeir verða oft pirraðir út í mig, strákarnir, að ég skuli vera komin á undan þeim í land. Ég virðist finna fiskinn betur en þeir. Þó að ég sé ekki á hraðasta bátnum.“ -Þannig að þú ert fiskin? „Já. Það eru einhverjir hæfileikar sem ég hef erft af afa mínum og pabba mínum, - að finna fiskinn.“ Nánar er rætt við Halldóru í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 sem fjallar um útgerðarstöðina Snæfellsbæ. Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hún byrjaði tólf ára gömul á sjó og undirbýr nú sína fimmtu vertíð sem skipstjóri á strandveiðibát, stúlkan sem ögrar starfsheiti trillukarlsins. Rætt var við Halldóru Unnarsdóttur skipstjóra í frétt Stöðvar 2 frá Snæfellsnesi, sem sjá má hér að ofan. Halldóra Kristín segist hafa byrjað tólf ára gömul á grásleppu með föður sínum og afa en hún býr sig nú undir strandveiðarnar, sem hefjast í næsta mánuði. „Þetta verður fimmta sumarið mitt sem skipstjóri á strandveiðum. Ein,“ segir Halldóra. Hún segist hafa verið hvött af pabba sínum til að afla sér skipstjórnarréttinda og nú er hún að gera trilluna Andra SH klára á Rifi fyrir vertíðina. „Það er byrjað að spasla og mála og skipta um allskonar sem þarf að laga,“ segir hún um verkefnin þessa dagana. -Það er ekki hægt að kalla þig trillukarl? „Nei. Ég hef kallað mig útgerðarprinsessan. Ég vil hafa aðeins flottari nöfn yfir þessu heldur en aðrir.“Halldóra er að undirbúa trilluna Andra SH á Rifi þessa dagana fyrir strandveiðarnar, sem hefjast 2. maí.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Hún segist vita um eina aðra stúlku á Snæfellsnesi sem er skipstjóri á strandveiðunum og segir þetta ekki starf sem karlar eigi að einoka. Og henni aflast vel. „Ég toppa hvert sumar, eftir hvert annað. Þeir verða oft pirraðir út í mig, strákarnir, að ég skuli vera komin á undan þeim í land. Ég virðist finna fiskinn betur en þeir. Þó að ég sé ekki á hraðasta bátnum.“ -Þannig að þú ert fiskin? „Já. Það eru einhverjir hæfileikar sem ég hef erft af afa mínum og pabba mínum, - að finna fiskinn.“ Nánar er rætt við Halldóru í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 sem fjallar um útgerðarstöðina Snæfellsbæ.
Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18 Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30 Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30 Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00 Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þjóðgarðurinn álíka og 2-3 skuttogarar Áætlað er að ný fjárfesting í hótelum, veitingahúsum og afþreyingarþjónustu undir Jökli nálgist tvo milljarða króna. 4. apríl 2017 10:18
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. 2. apríl 2017 21:30
Segist stolt af því að kallast kvótagreifynja Kristín Vigfúsdóttir í Ólafsvík er orðin einn reyndasti forstjóri í íslenskum sjávarútvegi en hún hefur stýrt útgerð og fiskvinnslu í 48 ár. 6. apríl 2017 21:30
Rúnar Marvinsson dró fram pönnuna fyrir ítalskan matgæðing Meistarakokkurinn Rúnar Marvinsson tók fram pottinn og pönnuna á ný þegar hann var fenginn til að elda saltfisk fyrir ítalskan matarblaðamann í Ólafsvík. 10. apríl 2017 11:00
Unga fólkið snýr til baka vegna framhaldsskólans Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að hlutfall stúdenta hafi hækkað úr 40 upp í 85 prósent eftir stofnun framhaldsskóla á Nesinu. 8. apríl 2017 09:00