Eðlilegar skýringar á því að margir hafi fengið ótímabæra boðun í bólusetningu Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 23:00 Metvika er fram undan í bólusetningum í Laugardalshöll. Vísir/vilhelm Borið hefur á því að fólk undir fimmtugsaldri sem kannast ekki við að tilheyra áhættuhópum hafi verið boðað óvænt í bólusetningu gegn Covid-19 á næstu dögum. Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir hjá landlæknisembættinu segir að ný úrvinnsluaðferð geri það að verkum að allir sem fái ávísað lyfjum sem séu í einhverjum tilvikum gefin fólki í aukinni áhættu fái nú boð með þeim áhættuhópi. Fram að þessu hefur fyrst og fremst verið tekið mið af sjúkdómsgreiningum við úrvinnslu lista yfir fólk í áhættuhópum en í síðastliðinni viku var einnig byrjað að taka mið af lyfjaávísunum. Markmiðið með nýju aðferðinni er ná til allra sem gætu mögulega verið í aukinni áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu en marga vantaði áður á listanna. Undanfarið hefur verið til umræðu að hefja handahófskenndar bólusetningar og hafa sumir ályktað að óvænt bólusetningarboð sé til marks um að sú breyting sé komin til framkvæmda. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, staðfestir í samtali við Vísi að svo sé ekki. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.Lögreglan Marga vantaði á listana „Það vantaði svo marga sem eru í áhættuhópum í upphaflegu úttektina úr tölvukerfinu hjá okkur svo við bættum við annarri aðferð sem byggir á lyfjaávísunum. Inn í þeim lyfjaávísunum eru ýmis lyf sem eru líka notuð í ýmsum tilgangi sem eru ekki merki um að fólk sé með aukna áhættu á alvarlegri Covid-sýkingu,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, smitsjúkdómalæknir á sóttvarnasviði landlæknis. Eitt dæmi um það séu blóðþrýstingslyf sem eru einnig notuð sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir mígreni. „Þess vegna er möguleiki að það verði einhverjir einstaklingar boðaðir sem telja sig ekki vera í áhættu.“ Kamilla segir að þeir einstaklingar geti valið að sleppa því að mæta og bíða frekar eftir því að vera boðaðir með sínum aldurshópi. Allir sem hundsa fyrsta boðið verða boðaðir aftur nema þau tilkynni sérstaklega að þau ætli ekki að þiggja bólusetningu. Hún bætir við að töluverður hópur hafi bæst við forgangslistana eftir að lyfjalistunum var bætt við. „Það vantaði til dæmis alveg ótrúlega marga sykursjúka í upphaflegu úttektina sem ég hef ekki góðar skýringar á.“ Munu passa að enginn verði út undan Úttekt verður gerð á nýju aðferðinni til að sjá hvort að einhverjir hafi aftur orðið út undan. „Ef það kemur í ljós að þetta er ennþá gallað þá verðum við bara að fara út í það að fá lista frá læknunum sem er svolítið flókið því það er engin örugg skilaleið þegar til staðar,“ segir Kamilla. Slíkt gæti tafið það að bólusetning fólks í áhættuhópum klárist þar sem embættið þyrfti að finna nýjar aðferðir til að safna gögnunum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira