Fótbolti

Fjögur rauð fyrir norðan og tíu mörk í nágrannaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Pétur Theodór tryggði Gróttu áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Pétur Theodór tryggði Gróttu áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Vísir/Haraldur

Sjö síðdegisleikjum er nú lokið í annari umferð Mjólkurbikars karla. Völsungur, Fram, Grótta, KF, Sindri, Kári og KFS eru öll komin í 32 liða úrslit ásamt Víking Ólafsvík og Vestra eftir leiki dagsins.

Völsungur tók á móti nágrönnum sínum í Hömrunum og tóku þá vægast sagt í kennslustund. Lokatölur 9-1, en Sæþór Olgerisson skoraði fimm mörk fyrir Völsunga.

Aron Þórður Albertsson og Fred sáu um markaskorunina þegar 1. deildarlið Fram heimsótti 3. deildarlið Víðis. Lokatölur 2-0, gestunum í vil.

Þróttur Vogum sem spilar í 2. deild tók á móti 1. deildarliði Gróttu. Staðan 1-1 í hálfleik, en Pétur Theodór Árnason setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði gestunum 1-3 sigur.

Dalvík/Reynir og KF mættust í grannaslag og þar var mikill hasar. Gestirnir í KF fengu að líta rautt spjald á 68. mínútu, en tóku svo forystuna 16 mínútum seinna. 

Allt stefndi í sigur gestanna, en á fimmtu mínútu uppbótartíma jöfnuðu heimamenn, og grípa þurfti til framlengingar.

Framlengingin bauð upp á þrjú mörk og þrjú rauð spjöld. Heimamenn kræktu sér í tvö rauð spjöld og skoruðu eitt mark, á meðan að gestirnir skoruðu tvö og fengu eitt rautt spjald. Niðurstaðan því 2-3 sigur KF.

Öll úrslit síðdegisins

Völsung­ur – Hamr­arn­ir 9:1

Víðir – Fram 0:2

Þrótt­ur Vog­um – Grótta 1:3

Dal­vík/​Reyn­ir – KF 2:3 (frl.)

Fjarðabyggð - Sindri 0:1

Kári – Skalla­grím­ur 5:1

KFS – Kría 4:0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×