Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 07:00 Á myndinni eru Gísli Elvar Halldórsson, formaður mfl. ráðs, Jökull Júlíusson og Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar. Raggi Óla Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. Hljómsveitina KALEO ættu flestir landsmenn að kannast við enda gert það gott hér á landi sem og Vestanhafs undanfarin ár. Hljómsveitin á rætur að rekja til Mosfellsbæjar og hefur nú ákveðið að gerast aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla í knattspyrnu. Mun Afturelding bera merki Kaleo framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Liðið leikur í Lengjudeildinni í sumar og stefnir að því sama að ári. „Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi. KALEO á aðdáendur úti um allan heim og búast má við að Aftureldingar treyjur með merki KALEO muni seljast í öllum heimshornum í sumar. Þrír af meðlimum KALEO spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og stórsöngvarinn Jökull Júlíusson var liðtækur leikmaður,“ segir í fréttatilkynningunni. KALEO framan á treyjunum!Mosfellska hljómsveitin @officialkaleo mun næstu 2 árin vera með aðalauglýsinguna framan á búningum mfl karla. Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi pic.twitter.com/K6ywhQ9ql6— Afturelding (@umfafturelding) April 30, 2021 „Tengingin við Mosfellsbæ er alltaf óendanlega sterk og við höfum alltaf fundið fyrir miklum stuðning frá sveitungum okkar. Þetta er því frábært tækifæri til að gefa til baka og einfaldlega heiður að starfa með mínu uppeldisfélagi! Það hefur verið ótrúlega gaman að sjá félagið vaxa síðustu ár og verður gaman að fylgjast með framhaldinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar. Afturelding mætir Kórdrengjum í 1. umferð Lengjudeildarinnar þann 8. maí. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Afturelding Kaleo Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Hljómsveitina KALEO ættu flestir landsmenn að kannast við enda gert það gott hér á landi sem og Vestanhafs undanfarin ár. Hljómsveitin á rætur að rekja til Mosfellsbæjar og hefur nú ákveðið að gerast aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla í knattspyrnu. Mun Afturelding bera merki Kaleo framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Liðið leikur í Lengjudeildinni í sumar og stefnir að því sama að ári. „Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi. KALEO á aðdáendur úti um allan heim og búast má við að Aftureldingar treyjur með merki KALEO muni seljast í öllum heimshornum í sumar. Þrír af meðlimum KALEO spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og stórsöngvarinn Jökull Júlíusson var liðtækur leikmaður,“ segir í fréttatilkynningunni. KALEO framan á treyjunum!Mosfellska hljómsveitin @officialkaleo mun næstu 2 árin vera með aðalauglýsinguna framan á búningum mfl karla. Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi pic.twitter.com/K6ywhQ9ql6— Afturelding (@umfafturelding) April 30, 2021 „Tengingin við Mosfellsbæ er alltaf óendanlega sterk og við höfum alltaf fundið fyrir miklum stuðning frá sveitungum okkar. Þetta er því frábært tækifæri til að gefa til baka og einfaldlega heiður að starfa með mínu uppeldisfélagi! Það hefur verið ótrúlega gaman að sjá félagið vaxa síðustu ár og verður gaman að fylgjast með framhaldinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar. Afturelding mætir Kórdrengjum í 1. umferð Lengjudeildarinnar þann 8. maí.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Afturelding Kaleo Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira