Hljómsveitin KALEO framan á treyjum Aftureldingar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 07:00 Á myndinni eru Gísli Elvar Halldórsson, formaður mfl. ráðs, Jökull Júlíusson og Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar. Raggi Óla Lið Aftureldingar í meistaraflokki karla í knattspyrnu mun bera merki hljómsveitarinnar KALEO framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Afturelding gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gærkvöld. Hljómsveitina KALEO ættu flestir landsmenn að kannast við enda gert það gott hér á landi sem og Vestanhafs undanfarin ár. Hljómsveitin á rætur að rekja til Mosfellsbæjar og hefur nú ákveðið að gerast aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla í knattspyrnu. Mun Afturelding bera merki Kaleo framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Liðið leikur í Lengjudeildinni í sumar og stefnir að því sama að ári. „Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi. KALEO á aðdáendur úti um allan heim og búast má við að Aftureldingar treyjur með merki KALEO muni seljast í öllum heimshornum í sumar. Þrír af meðlimum KALEO spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og stórsöngvarinn Jökull Júlíusson var liðtækur leikmaður,“ segir í fréttatilkynningunni. KALEO framan á treyjunum!Mosfellska hljómsveitin @officialkaleo mun næstu 2 árin vera með aðalauglýsinguna framan á búningum mfl karla. Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi pic.twitter.com/K6ywhQ9ql6— Afturelding (@umfafturelding) April 30, 2021 „Tengingin við Mosfellsbæ er alltaf óendanlega sterk og við höfum alltaf fundið fyrir miklum stuðning frá sveitungum okkar. Þetta er því frábært tækifæri til að gefa til baka og einfaldlega heiður að starfa með mínu uppeldisfélagi! Það hefur verið ótrúlega gaman að sjá félagið vaxa síðustu ár og verður gaman að fylgjast með framhaldinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar. Afturelding mætir Kórdrengjum í 1. umferð Lengjudeildarinnar þann 8. maí. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Afturelding Kaleo Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Hljómsveitina KALEO ættu flestir landsmenn að kannast við enda gert það gott hér á landi sem og Vestanhafs undanfarin ár. Hljómsveitin á rætur að rekja til Mosfellsbæjar og hefur nú ákveðið að gerast aðalstyrktaraðili meistaraflokks karla í knattspyrnu. Mun Afturelding bera merki Kaleo framan á treyjum sínum næstu tvö árin. Liðið leikur í Lengjudeildinni í sumar og stefnir að því sama að ári. „Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi. KALEO á aðdáendur úti um allan heim og búast má við að Aftureldingar treyjur með merki KALEO muni seljast í öllum heimshornum í sumar. Þrír af meðlimum KALEO spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og stórsöngvarinn Jökull Júlíusson var liðtækur leikmaður,“ segir í fréttatilkynningunni. KALEO framan á treyjunum!Mosfellska hljómsveitin @officialkaleo mun næstu 2 árin vera með aðalauglýsinguna framan á búningum mfl karla. Um er að ræða sögulegan samning þar sem ekki er vitað til að heimsfræg hljómsveit hafi áður auglýst framan á búningum félags á Íslandi pic.twitter.com/K6ywhQ9ql6— Afturelding (@umfafturelding) April 30, 2021 „Tengingin við Mosfellsbæ er alltaf óendanlega sterk og við höfum alltaf fundið fyrir miklum stuðning frá sveitungum okkar. Þetta er því frábært tækifæri til að gefa til baka og einfaldlega heiður að starfa með mínu uppeldisfélagi! Það hefur verið ótrúlega gaman að sjá félagið vaxa síðustu ár og verður gaman að fylgjast með framhaldinu,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari sveitarinnar. Afturelding mætir Kórdrengjum í 1. umferð Lengjudeildarinnar þann 8. maí.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeildin Afturelding Kaleo Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira