Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:57 Farið var með um 2,1 milljón atkvæða úr Maricopa-sýslu og kosningavélar á leikvang í Phoenix þar sem einkafyrirtæki ætlar að fara yfir þær. Endurtalningin er afar óhefðbundin og fylgir ekki hefðbundnum reglum ríkisins um þær. AP/Ross D. Franklin Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira