Óttast að óhefðbundin endurtalning grafi undan trausti Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:57 Farið var með um 2,1 milljón atkvæða úr Maricopa-sýslu og kosningavélar á leikvang í Phoenix þar sem einkafyrirtæki ætlar að fara yfir þær. Endurtalningin er afar óhefðbundin og fylgir ekki hefðbundnum reglum ríkisins um þær. AP/Ross D. Franklin Yfirmenn kjörstjórna í Bandaríkjunum óttast að ákvörðun repúblikana í Arizona um að láta telja aftur atkvæði í stærstu sýslu ríkisins frá því í kosningunum í nóvember verði að fordæmi sem grafi undan trú kjósendur á kosningum í framtíðinni. Donald Trump, fyrrverandi forseti, er sagður haldinn þráhyggju fyrir niðurstöðu endurtalningarinnar. Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Trump og bandamenn hans í Repúblikanaflokknum hafa um margra mánaða skeið haldið uppi stoðlausum og á köflum framandlegum samsæriskenningum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í nóvember. Engar trúverðugar sannanir hafa verið lagðar fram um það. Engu að síður ákváðu repúblikanar sem hafa meirihluta í öldungadeild ríkisþings Arizona, þar sem Joe Biden fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum, að láta handtelja aftur um 2,1 milljón atkvæða í Maricopa-sýslu, stærstu sýslu ríkisins. Létu þeir leggja hald á kosningavélar sýslunnar og kjörseðla og afhentu fyrirtæki. Forstjóri þess hefur endurómað ásakanirnar um stórfelld kosningasvik en segist nú ætla að gæta hlutleysis við endurtalninguna. Ákvörðun öldungadeildarinnar hefur sætt harðri gagnrýni þar sem repúblikanarnir sem stóðu að henni ruddu reglum ríkisins um endurtalningar úr vegi og leyfðu einkafyrirtæki sem hefur tekið undir samsæriskenningar að stýra henni. Fyrirtækið hefur ennfremur þráast við að gefa upplýsingar um hvernig það standi að talningunni. Kim Wyman, innanríkisráðherra Washington-ríkis og repúblikani, segir að félagar hennar í Arizona hafi ákveðið að blanda stjórnmálum í stjórnsýsluferli án reglna eða laga um hvernig því á að vera háttað. „Í hvert skipti sem flokkur við völd tapar í framtíðinni mun hann nota eitthvað stjórnsýsluferli eftir kosningar til þess að draga það í efa og fólk mun ekki lengur hafa trú á að við höfum sanngjarnar kosningar,“ segir Wyman við Washington Post. Doug Logan er eigandi Cyber Ninjas, fyrirtækisins sem ætlar að telja aftur atkvæði í Arizona. Hann hefur tekið undir stoðlausar samsæriskenningar Trump um kosningasvik en lofar nú að standa að sanngjarnir talningu á atkvæðunum.AP/Ross D. Franklin Í sama streng tekur Gabriel Sterling, einn æðsti embættismaður kosninga í Georgíu og repúblikani, sem varði kosningarnar í sínu ríki fyrir árásum Trump þáverandi forseta í vetur. Hann tísti um að endurtalningin í Arizona væri annað skref í að grafa undan trausti á kosningum. „Þetta ferli er hvorki gegnsætt né löglegt, að líkindum,“ tísti Sterling. Trump er sagður með endurtalninguna á heilanum. Aðstoðarmenn hans í sveitaklúbbi hana á Flórída segja að hann spyrja um hvernig endurtalningin líði oft á dag. Þá ræði hann oft um að koma upp um meint svik í fleiri ríkjum eins og Pennsylvaníu og Georgíu þar sem hann tapaði fyrir Biden. Fyrrverandi forsetinn segi öllum þeim sem heyra vilja að hann hafi í raun unnið sigur í kosningunum sem hann tapaði með fleiri en sjö milljónum atkvæða á landsvísu.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira