Innlent

Sextíu prósent Íslendinga eru fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Árin 2015, 2017 og 2019 studdi um þriðjungur afglæpavæðingu.
Árin 2015, 2017 og 2019 studdi um þriðjungur afglæpavæðingu. Mynd/Unsplash

Sextíu prósent landsmanna eru nú fylgjandi afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunar.

Fréttablaðið fjallar um könnunina í dag og þar segir að um umtalsverða breytingu sé að ræða frá fyrri könnunum en árin 2015, 2017 og 2019 studdi um þriðjungur afglæpavæðingu. 

Í blaðinu er rætt við Helga Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði, sem telur öruggt að frumvörp Pírata og heilbrigðisráðherra og umræðan í kringum þau hafi haft áhrif á viðhorf landsmanna, en það var Helgi sem lét gera könnunina ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. 

Í blaðinu kemur einnig fram að í fyrri könnunum hafi flestir sagt fíkniefnabrot vera þau sem valdi mestum vanda á Íslandi en í hinni nýju könnun er sá málaflokkur aðeins í þriðja sæti með 23 prósent. 

Flestir, 30 prósent, telja kynferðisbrot alvarlegust og þar á eftir koma efnahagsbrot með 26 prósent, sem mældust lágt fyrir bankahrun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×