Stelpur næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing í fótbolta heldur en strákar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2021 07:00 Samkvæmt nýrri rannsókn eru táningsstúlkur sem æfa fótbolta næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar. Vísir/Vilhelm Ný rannsókn sýnir fram á að stelpur á táningsaldri eru næstum tvöfalt líklegri til að fá heilahristing heldur en strákar á sama aldri við að spila fótbolta. Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari. Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Þær eru einnig tveimur dögum lengur að jafna sig og þá eru minni líkur á að þær séu teknar af velli eftir að hafa fengið heilahristing. Willie Stewart, prófessor við háskólann í Glasgow, fór yfir sjúkraskýrslur síðustu þriggja ára hjá leikmönnum í háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Alls var um að ræða 4000 skýrslur sem hann bar síðan saman við skýrslur hjá strákum á sama aldri. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal of the American Medical Association. Bæði The Guardian og Sky News greindu frá. Í rannsókninni kemur fram að það sé alls óvíst hvort hærri tíðni heilahristinga hjá stúlkum sé vegna þess að þær séu betri í að greina einkennin eða vegna líffræðilegs munar kynjanna. Það er þó tekið fram að hálsvöðvar stúlkna séu minni en hjá strákum sem og þykkt hálsins sé almennt minni. Einnig vekur athygli að á meðan helsta ástæða heilahristings hjá strákum sé árekstur við annan leikmann þá er ástæðan hjá stúlkum venjulega vegna höggs frá boltanum sjálfum. Girls twice as likely to suffer concussions playing football than boys, study shows https://t.co/b7bA7pRUZQ— Sky News (@SkyNews) April 27, 2021 Stewart telur að ekki sé lengur hægt að horfa á heilahristing hjá strákum og stelpum sömu augum. „Það virðist sem strákar séu líklegri til að vera teknir af velli heldur en stelpur. Þetta ásamt þeirri þekkingu og vitneskju sem við höfum um að meiðslin sýni sig á mismunandi vegu hjá stelpum og strákum gefur til kynna að það gæti verið sniðugt að nálgast kynin á mismunandi hátt þegar kemur að fræðslu varðandi heilahristinga á þessum aldri.“ Títtnefndur Stewart var einnig á bakvið rannsókn sem var gerð árið 2019 sem sýndi fram á að atvinnumenn í knattspyrnu væri þrisvar sinnum líklegri til að láta lífið sökum vitglapa heldur en hinn almenni borgari.
Fótbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira