Fótbolti

Fjölgað í leik­manna­hópum á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gareth Southgate er allavega glaður.
Gareth Southgate er allavega glaður. vísir/getty

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að fjölga í leikmannahópum landsliðanna sem taka þátt á Evrópumóti karla í sumar. Alls má hvert land taka með sér 26 leikmenn á mótið. 

Þó þetta hafi ekki enn verið staðfest greindu ýmsir erlendir miðlar frá þessu fyrr í dag. Venja er að 23 leikmenn séu í hópi hvers landsliðs á EM í knattspyrnu. 

Þá eru oft menn á biðlista ef eitthvað skyldi koma upp á en nú virðist sem UEFA ætli að leyfa löndum að taka þrjá leikmenn til viðbótar við þá 23 eins og venja er.

Ástæðan er kórónufaraldurinn og það mikla álag sem verið á leikmönnum síðan faraldurinn skall á. Þá gætu leikmenn smitast á mótinu sjálfu og þá þarf að vera með nægilega stóran hóp til að glíma við það.

EM fer af stað þann 11. júní og lýkur mánuði síðar eða 11. júlí. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×