Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2021 10:48 Fjórir af sama vinnustaðnum greindust með Covid19 í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví. Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira