Forsetinn segir ekki ljóst að Rússar beri ábyrgð á sprengingunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:02 Milos Zeman, forseti Tékklands. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK Milos Zeman, forseti Tékklands, sagði í dag að enn sé ekki víst hvort að rússneskir leyniþjónustumenn hafi borið ábyrgð á sprengingu sem varð í vopnageymslu landinu árið 2014. Hann sagði einnig möguleika á því að sprengingin hafi aðeins verið slys og ekki megi skjóta loku fyrir þá kenningu. Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi. Tékkland Rússland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Fyrir aðeins viku síðan vísuðu yfirvöld í Tékklandi átján rússneskum erindrekum úr landi og lýstu í leið eftir tveimur rússneskum útsendurum vegna sprengingarinnar. Útsendararnir sem lýst var eftir eru þeir sömu og voru sakaðir um að eitra fyrir Seirgei Skripal og dóttur hans með taugaeitrinu Novichok í Salsibury í Bretlandi árið 2018. Auk þeirra 18 erindreka sem Tékkar hafa vísað úr landi hafa tékknesk yfirvöld gert 63 rússneskum diplómötum að yfirgefa landið fyrir lok maí. Rússar hafa harðneitað aðkomu að sprengingunni. Þetta er fyrsta skiptið sem Zeman tjáir sig um málið og sagði hann tvær meginkenningar ráða för í rannsókn málsins. „Við erum að skoða tvær rannsóknarkenningar – sú fyrsta er sú að sprengingin hafi orðið vegna þess að einhver sem ekki þekkti til hafi handleikið sprengiefni og hin er sú að þetta hafi tengst aðgerðum erlendra útsendara,“ sagði Zeman í ræðu sem var send út í ríkissjónvarpi landsins. „Ég tek báðar kenningarnar alvarlega og ég vil að þær verði báðar rannsakaðar í þaula,“ sagði Zeman. Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, sagði í síðustu viku að grunur yfirvalda um aðild Rússa í málinu væri vel rökstudd. Engin önnur kenning kæmi til greina. Zeman er þekktur fyrir að vera nokkuð hliðhollur Rússum og hefur hann meðal annars kallað eftir því að Tékkland kaupi Sútnik V, bóluefni Rússa gegn kórónuveirunni. Forsetahlutverkið í Tékklandi líkist nokkuð forsetahlutverkinu hér á Íslandi og hefur Zeman því engin völd til að taka slíkar ákvarðanir. Þá hefur Zeman einnig talað fyrir því að fara í samstarf við Rosatom, kjarnorkustofnun Rússlands, við að byggja upp kjarnorkuver í Tékklandi.
Tékkland Rússland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira