Kafbáturinn fundinn, brotinn í að minnsta kosti þrjá búta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 13:32 Myndir sem teknar voru neðansjávar eru sagðar staðfesta að kafbáturinn sé fundinn. EPA-EFE/INDONESIAN NAVY Kafbátur indónesíska sjóhersins sem hvarf á miðvikudag með 53 manna áhöfn innanborðs er fundinn, brotinn í sundur í að minnsta kosti þrjá hluta. Indónesíski herinn greindi frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag en í gær hafði þegar fundist nokkuð brak úr kafbátnum auk persónulegra muna frá áhöfninni. Í gær hafði báturinn sjálfur þó ekki fundist enn en nú virðist sem flakið sjálft sé komið í leitirnar. Forseti Indónesíu hefur sent fjölskyldum þeirra sem fórust með kafbátnum samúðarkveðjur sínar að því er segir í frétt Sky News af málinu. Áætlað hafði verið að súrefnisbirgðir í bátnum yrðu á þrotum snemma morguns í gær og var því veik von um að báturinn myndi finnast í tæka tíð með tilliti til þessa. Fyrir liggur nú að báturinn hefur sokkið niður á um 850 metra dýpi, vel niður fyrir það hámark sem hann þolir. „Við höfum fengið myndir sem teknar voru neðansjávar sem staðfesta fund bátsins,“ sagði herforinginn Hadi Tjahjanto í samtali við fréttamenn í dag. „Með þessum sönnunargögnum getum við staðfest að [kafbáturinn] KRI Nanggala 402 hefur sokkið og að allir meðlimir áhafnarinnar eru látnir,“ bætti hann við. Í myndbandinu hér að ofan má sjá myndirnar sem teknar voru neðansjávar og sýndar voru á blaðamannafundinum. Ekki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk en grunur leikur á um að bilun hafi komið upp í rafmagnsbúnaði. Indónesíski herinn naut aðstoðar liðsauka víða að úr heiminum við leitina af kafbátnum. Indónesía Tengdar fréttir Fundu brak úr kafbátnum og persónulega muni áhafnarinnar Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins. 24. apríl 2021 13:34 Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma. 24. apríl 2021 08:41 Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum. 23. apríl 2021 08:00 Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Í gær hafði báturinn sjálfur þó ekki fundist enn en nú virðist sem flakið sjálft sé komið í leitirnar. Forseti Indónesíu hefur sent fjölskyldum þeirra sem fórust með kafbátnum samúðarkveðjur sínar að því er segir í frétt Sky News af málinu. Áætlað hafði verið að súrefnisbirgðir í bátnum yrðu á þrotum snemma morguns í gær og var því veik von um að báturinn myndi finnast í tæka tíð með tilliti til þessa. Fyrir liggur nú að báturinn hefur sokkið niður á um 850 metra dýpi, vel niður fyrir það hámark sem hann þolir. „Við höfum fengið myndir sem teknar voru neðansjávar sem staðfesta fund bátsins,“ sagði herforinginn Hadi Tjahjanto í samtali við fréttamenn í dag. „Með þessum sönnunargögnum getum við staðfest að [kafbáturinn] KRI Nanggala 402 hefur sokkið og að allir meðlimir áhafnarinnar eru látnir,“ bætti hann við. Í myndbandinu hér að ofan má sjá myndirnar sem teknar voru neðansjávar og sýndar voru á blaðamannafundinum. Ekki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk en grunur leikur á um að bilun hafi komið upp í rafmagnsbúnaði. Indónesíski herinn naut aðstoðar liðsauka víða að úr heiminum við leitina af kafbátnum.
Indónesía Tengdar fréttir Fundu brak úr kafbátnum og persónulega muni áhafnarinnar Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins. 24. apríl 2021 13:34 Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma. 24. apríl 2021 08:41 Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum. 23. apríl 2021 08:00 Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Sjá meira
Fundu brak úr kafbátnum og persónulega muni áhafnarinnar Kafbáturinn sem hvarf á miðvikudaginn með 53 manna áhöfn innanborðs úti fyrir ströndum Balí er sokkinn að sögn indónesíska sjóhersins. 24. apríl 2021 13:34
Veik von um að kafbáturinn finnist í tæka tíð Dvínandi líkur eru taldar á því að kafbátur indónesíska sjóhersins, sem hvarf úti fyrir ströndum Balí, finnist í tæka tíð svo unnt sé að bjarga áhöfninni áður en súrefni verður á þrotum. 53 eru í áhöfninni en áætlað er að súrefni verði á þrotum nú að morgni laugardags að staðartíma. 24. apríl 2021 08:41
Bandaríkjaher leggur leitinni að kafbátnum lið Flugvélar Bandaríkjahers er nú á leiðinni til að aðstoða við leit að indónesískum kafbáti sem hvarf með 53 manna áhöfn við æfingar norður af Balí á miðvikudag. Aðeins nokkrar klukkustundir eru taldar til stefnu áður en súrefnið í kafbátnum er á þrotum. 23. apríl 2021 08:00
Leita horfins kafbáts við Balí Indónesíski sjóherinn leitar nú að kafbáti með á sjötta tug manna um borð sem hvarf við æfingar norður af eyjunni Balí. Óskað hefur verið eftir aðstoð yfirvalda í Ástralíu og Singapúr við leitina. 21. apríl 2021 11:04