Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 18:50 Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Nú er komin út skýrsla sem gerir ýtarlega grein fyrir stöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37