Innlent

Heildarfjárhæð sekta vegna brota tæpar sex milljónir

Birgir Olgeirsson skrifar
68 prósent grunaðra eru karlar ern 32 prósent konur.
68 prósent grunaðra eru karlar ern 32 prósent konur. Vísir/Vilhelm

Heildarfjárhæð sekta vegna brota á sóttvarnalögum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi nemur tæpum sex milljónum króna. Tæp 70 prósent grunaðra eru karlar og rúm 30 prósent konur á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin tengjast ferðalögum yfir landamærin.

Um er að ræða upplýsingar frá dómsmálaráðuneytinu sem fréttastofa hefur undir höndum. Einstakar sektir hafa numið frá 50 þúsund krónum til 350 þúsund króna. Algengustu sektarfjárhæðirnar eru 50 þúsund og 250 þúsund. Í heildina hafa verið 122 brot gegn sóttkví og einangrun. 193 brot gegn sóttvörnum og 6.021 tilkynningar til lögreglu vegna gruns um brot.

62 brot eru vegna þess að einstaklingar fara út af heimili án þess að brýna nauðsyn bert til að fara á mannamót eða staði þar sem margir komu saman. 15 brot eru vegna þess að einstaklingur með staðfesta sýkingu eða ætla má að kunni að vera smitaður sinnir ekki einangrun. Þar af eru tvö tilvik það sem af eru þessu ári.

68 prósent grunaðra eru karlar ern 32 prósent konur. Flestir á aldrinum 25 til 34 ára. Flest brotin eru tengd einstaklingum sem eru að ferðast yfir landamæri, 83% brota í heildina en öll brot sem skráð hafa verið á þessu ári. Brot á þessu árið eru í rúmlega 63% tilvika tengd ferðamönnum en 37% tilvika öðrum s.s. erlendum verkamönnum, íþróttamönnum eða öðrum sem koma hingað til starfa.

Tæp 70 prósent þeirra sem hafa verið kærðir brot eru með erlent ríkisfang en 30 prósent íslenskt. 57 prósent þeirra sem hafa verið kærðir eru búsettir á Íslandi en 43 prósent búsettir erlendis.

40 einstaklingar með íslenskt ríkisfang hafa verið grunaðir um brot á sóttkví eða einangrun, 20 með pólskt ríkisfang, 16 með rúmenskt ríkisfang, 12 með breskt ríkisfang og 12 með spænskt ríkisfang.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.