Innlent

Kolbeinn hyggst ekki þiggja fjórða sætið í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kolbeinn skipaði annað sæti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu kosningum.
Kolbeinn skipaði annað sæti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu kosningum. Vísir/Vilhelm

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að þiggja ekki sæti á lista í Suðurkjördæmi. Kolbeinn sóttist eftir því að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu í næstu kosningum en lenti í fjórða sæti í forvalinu á dögunum.

Framboðsmál Eftir tölurverða yfirlegu um hvað ég ætti að gera, í kjölfar úrslita forvalsins í Suðurkjördæmi, hef ég...

Posted by Kolbeinn Óttarsson Proppé on Friday, April 23, 2021

„Annað hvort gengur vel í forvali og ég get einhent mér í það verðuga verkefni að tryggja VG þingsæti í Suðurkjördæmi, eða það gengur illa og ég veit að ég þarf að hætta á þingi og finna mér eitthvað annað að gera í haust. Og þó það gangi vel um helgina getur nákvæmlega sama staða komið upp í haust, ef ekki tekst að ná inn á þing,“ sagði Kolbeinn á Facebook fyrir forvalið.

Skorað hefur verið á hann að gefast ekki upp og gefa kost á sér í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Líkur á því að karl­maður verði færður upp lista VG

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla og sigurvegari forvals Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir niðurstöðuna hafa komið sér á óvart. Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar og fyrrverandi þingmaður segir úrslitin hins vegar vonbrigði. Hann var einn fimm frambjóðenda sem sóttust eftir því að leiða listann en er hvergi að finna í þeim fimm efstu.

Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi

Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Einlægur Kolbeinn tjáir sig um prófkjörsugg

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna birtir einlægan pistil um komandi prófkjörsslag og segist hreinlega ekki nenna að láta sem hann hafi ekki áhrif á sig andlega.

Þingmaður sendir frá sér bók um eldgosið

Kolbeinn Óttarsson Proppé er að senda frá sér um þessar mundir bók um eldgos og fjallar þar meðal annars um það gos sem nú er yfirstandandi í Geldingadölum á Reykjanesi – sem er reyndar kjördæmi þar sem Kolbeinn ætlar sér að sækja fram í.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.