Varaþingmaðurinn úr Pírötum sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi Svandísar Snorri Másson skrifar 22. apríl 2021 14:29 Olga Margrét Cilia var í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í síðustu þingkosningum. Hún tók sæti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þegar hún fór í fæðingarorlof. Píratar Aðeins tvö atkvæði voru greidd gegn sóttvarnalagafrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, þar sem skylduvist á sóttkvíarhóteli var leidd í lög fyrir ákveðna hópa við landamærin. Annað þeirra átti Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ítrekað mótmælt ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Hitt var frá Olgu Margréti Ciliu, varaþingmanni Pírata, sem tók sæti á Alþingi fyrr í þessum mánuði í staðinn fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Olga hafði einnig tekið sæti Þórhildar Sunnu stuttlega í febrúar. Ekki hlynnt því að loka landamærum alfarið Olga Margrét Cilia var í þriðja sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík suður í síðustu alþingiskosningum, en Þórhildur Sunna efst og Björn Leví Gunnarsson í öðru. Hún hefur verið varaþingmaður frá 2018, en fór fyrst í framboð 2016. Hún er með BA-gráðu í bókmenntafræði og lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2018. Olga segir í samtali við Vísi að hún hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu vegna þess að það sat illa í henni eftir að hafa lesið það oft yfir. Hún hafi ekki getað farið gegn eigin sannfæringu, enda telur hún verið að takmarka réttindi fólks með frumvarpi sem er unnið í fljótfærni. „Ég er hlynnt takmörkunum og átta mig á að það þurfi að takmarka réttindi fólks en ég er á móti þessu frumvarpi á þeim grundvelli að ég tel það vanvirðingu að skerða réttindi einstakling með frumvarpi sem er samið á einum degi,“ segir Olga. Í ræðu frá 26. mars, þegar enginn var enn skikkaður til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins, hvatti Olga til hertra aðgerða á landamærunum. Þá var nýbúið að grípa til hertra sóttvarnaráðstafana. „Þess vegna fannst mér skjóta svolítið skökku við að það voru ekki hertar aðgerðir á landamærunum. Ég er ekki hlynnt því að loka þeim alfarið en ég hefði viljað sjá einhvers konar aðgerðir sem eru í samræmi við þær aðgerðir sem við þurfum að búa við hér innan lands næstu þrjár vikurnar,“ sagði Olga. „Er verið að forgangsraða ferðamannaiðnaðinum fram yfir þá sem búa á Íslandi?“ spurði hún síðan. Helmingur flokka greiddi engin atkvæði Einkar fáir þingmenn greiddu atkvæði við afgreiðslu málsins miðað við víðtækar afleiðingar lagabreytinganna og mikillar umræðu sem hefur skapast í tengslum við málið. 30 greiddu atkvæði, 28 sögðu já, tveir nei og 22 greiddu ekki atkvæði þrátt fyrir að vera viðstaddir fundinn. Fjarverandi voru ellefu. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu, þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að honum hafi þótt upphaflegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar of víðtækar. Birgir Ármannsson var einn úr Sjálfstæðisflokki sem greiddi ekki atkvæði. Já: Ari Trausti Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson. Nei: Olga Margrét Cilia, Sigríður Á. Andersen Greiddi ekki atkvæði: Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Logi Einarsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson. Fjarverandi: Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigurður Páll Jónsson, Smári McCarthy, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Uppfært 16.03: Fréttin var uppfærð og tilvitnun í Olgu bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. 22. apríl 2021 12:19 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Annað þeirra átti Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ítrekað mótmælt ákvörðunum ríkisstjórnarinnar í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Hitt var frá Olgu Margréti Ciliu, varaþingmanni Pírata, sem tók sæti á Alþingi fyrr í þessum mánuði í staðinn fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Olga hafði einnig tekið sæti Þórhildar Sunnu stuttlega í febrúar. Ekki hlynnt því að loka landamærum alfarið Olga Margrét Cilia var í þriðja sæti á framboðslista Pírata í Reykjavík suður í síðustu alþingiskosningum, en Þórhildur Sunna efst og Björn Leví Gunnarsson í öðru. Hún hefur verið varaþingmaður frá 2018, en fór fyrst í framboð 2016. Hún er með BA-gráðu í bókmenntafræði og lauk meistaraprófi í lögfræði árið 2018. Olga segir í samtali við Vísi að hún hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu vegna þess að það sat illa í henni eftir að hafa lesið það oft yfir. Hún hafi ekki getað farið gegn eigin sannfæringu, enda telur hún verið að takmarka réttindi fólks með frumvarpi sem er unnið í fljótfærni. „Ég er hlynnt takmörkunum og átta mig á að það þurfi að takmarka réttindi fólks en ég er á móti þessu frumvarpi á þeim grundvelli að ég tel það vanvirðingu að skerða réttindi einstakling með frumvarpi sem er samið á einum degi,“ segir Olga. Í ræðu frá 26. mars, þegar enginn var enn skikkaður til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins, hvatti Olga til hertra aðgerða á landamærunum. Þá var nýbúið að grípa til hertra sóttvarnaráðstafana. „Þess vegna fannst mér skjóta svolítið skökku við að það voru ekki hertar aðgerðir á landamærunum. Ég er ekki hlynnt því að loka þeim alfarið en ég hefði viljað sjá einhvers konar aðgerðir sem eru í samræmi við þær aðgerðir sem við þurfum að búa við hér innan lands næstu þrjár vikurnar,“ sagði Olga. „Er verið að forgangsraða ferðamannaiðnaðinum fram yfir þá sem búa á Íslandi?“ spurði hún síðan. Helmingur flokka greiddi engin atkvæði Einkar fáir þingmenn greiddu atkvæði við afgreiðslu málsins miðað við víðtækar afleiðingar lagabreytinganna og mikillar umræðu sem hefur skapast í tengslum við málið. 30 greiddu atkvæði, 28 sögðu já, tveir nei og 22 greiddu ekki atkvæði þrátt fyrir að vera viðstaddir fundinn. Fjarverandi voru ellefu. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði með frumvarpinu, þrátt fyrir að hafa lýst því yfir að honum hafi þótt upphaflegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar of víðtækar. Birgir Ármannsson var einn úr Sjálfstæðisflokki sem greiddi ekki atkvæði. Já: Ari Trausti Guðmundsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Alfreðsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Svandís Svavarsdóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórarinn Ingi Pétursson. Nei: Olga Margrét Cilia, Sigríður Á. Andersen Greiddi ekki atkvæði: Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson, Jón Steindór Valdimarsson, Karl Gauti Hjaltason, Logi Einarsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Ísleifsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Sæmundsson. Fjarverandi: Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Njáll Trausti Friðbertsson, Sigurður Páll Jónsson, Smári McCarthy, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Uppfært 16.03: Fréttin var uppfærð og tilvitnun í Olgu bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Alþingi Tengdar fréttir „Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15 Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. 22. apríl 2021 12:19 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
„Aldrei verið eins lítil ástæða til að veita lagastoð jafnmikilli valdbeitingu“ Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var önnur þeirra tveggja þingmanna sem ekki studdu frumvarp heilbrigðisráðherra um sóttvarnarhús og ráðstafanir á landamærum. Hún segir aldrei hafa verið eins litla ástæðu til að veita jafnmikilli valdbeitingu á landamærunum lagastoð. 22. apríl 2021 14:15
Ánægður með breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu í nótt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægðir að frumvörp um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga voru samþykkt í nótt. Lagabreytingin skyldar fólk frá tilteknum svæðum, miðað við útbreiðslu kórónuveirunnar, til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. 22. apríl 2021 12:19
Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent