Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 14:00 Florentino Perez, forseti Real Madrid. Vísir/Getty Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka. „Við höldum áfram að vinna í málinu. Verkefnið er í biðstöðu,“ sagði Perez í viðtali í dag. Sem stendur eru Real Madrid, Barcelona og Juventus einu þrjú liðin sem hafa ekki dregið þátttöku sína í „ofurdeild Evrópu“ til baka. Andrea Agnelli, forseti Juventus, hefur hins vegar sagt að verkefnið geti ekki haldið áfram þar sem níu af tólf liðum séu hætt við. Real Madrid president Florentino Perez says the European Super League is on "standby" despite nine of the 12 founding teams withdrawing.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 22, 2021 Perez var í viðtali hjá spænskri útvarpsstöð þar sem Perez sagði: „Þú getur ekki losað þig undan samningum eins og þessum. Þetta eru bindandi samningar.“ Hinn 74 ára gamli Perez svaraði hins vegar ekki aðspurður hver refsingin væri við því að brjóta samninginn. Hann hélt sig svo við að stofnun „ofurdeildarinnar“ væri til að bjarga fótboltanum. Perez sagðist vera vonsvikinn yfir viðbrögðum verkefnisins þar sem félögin höfðu verið að vinna að því í þrjú ár. „Ég hef verið í fótbolta í 20 ár og aldrei séð hótanir líkar þessum. Það var eins og við hefðum drepið einhvern. Það var eins og við hefðum drepið fótbolta. En við höldum áfram að reyna finna út hvernig við getum bjargað fótboltanum,“ sagði Perez að endingu. BBC greindi frá. Fótbolti Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Aðeins fjögur eftir í ofurdeildinni Aðeins fjögur knattspyrnufélög hafa ekki lýst því formlega yfir að þau séu hætt við að koma á fót evrópsku ofurdeildinni. 21. apríl 2021 11:00 Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Við höldum áfram að vinna í málinu. Verkefnið er í biðstöðu,“ sagði Perez í viðtali í dag. Sem stendur eru Real Madrid, Barcelona og Juventus einu þrjú liðin sem hafa ekki dregið þátttöku sína í „ofurdeild Evrópu“ til baka. Andrea Agnelli, forseti Juventus, hefur hins vegar sagt að verkefnið geti ekki haldið áfram þar sem níu af tólf liðum séu hætt við. Real Madrid president Florentino Perez says the European Super League is on "standby" despite nine of the 12 founding teams withdrawing.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) April 22, 2021 Perez var í viðtali hjá spænskri útvarpsstöð þar sem Perez sagði: „Þú getur ekki losað þig undan samningum eins og þessum. Þetta eru bindandi samningar.“ Hinn 74 ára gamli Perez svaraði hins vegar ekki aðspurður hver refsingin væri við því að brjóta samninginn. Hann hélt sig svo við að stofnun „ofurdeildarinnar“ væri til að bjarga fótboltanum. Perez sagðist vera vonsvikinn yfir viðbrögðum verkefnisins þar sem félögin höfðu verið að vinna að því í þrjú ár. „Ég hef verið í fótbolta í 20 ár og aldrei séð hótanir líkar þessum. Það var eins og við hefðum drepið einhvern. Það var eins og við hefðum drepið fótbolta. En við höldum áfram að reyna finna út hvernig við getum bjargað fótboltanum,“ sagði Perez að endingu. BBC greindi frá.
Fótbolti Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Aðeins fjögur eftir í ofurdeildinni Aðeins fjögur knattspyrnufélög hafa ekki lýst því formlega yfir að þau séu hætt við að koma á fót evrópsku ofurdeildinni. 21. apríl 2021 11:00 Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27 Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49
Aðeins fjögur eftir í ofurdeildinni Aðeins fjögur knattspyrnufélög hafa ekki lýst því formlega yfir að þau séu hætt við að koma á fót evrópsku ofurdeildinni. 21. apríl 2021 11:00
Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27
Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu. 21. apríl 2021 08:00