Fótbolti

Ögmundur fékk tæki­færi í deildinni og hélt hreinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ögmundur þakkaði traustið í kvöld.
Ögmundur þakkaði traustið í kvöld. Nicolas Economou/Getty

Ögmundur Kristinsson fékk loksins tækifæri í deildarleik með Olympiakos í kvöld er liðið vann 1-0 sigur á Asteras Tripolis.

Ögmundur hefur að mestu verið á bekknum hjá gríska stórliðinu en hann var mættur í markið í kvöld og þakkaði traustið.

Olympiakos er með myndarlega forystu á toppi gríska boltans en þeir eru með átján stiga forystu í úrslitakeppninni í Grikklandi.

Jón Daði Böðvarsson sat allan tímann á bekknum er Millwall tapaði 4-1 fyrir AFC Bournemouth í ensku B-deildinni. Millwall er í ellefta sæti deildarinnar.

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB en spilaði einungis sautján mínútur í 3-2 tapi gegn AaB. Hann fór af velli vegna meiðsla en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi OB. OB er fimm stigum frá fallsæti.

CSKA Moskva er úr leik í rússneska bikarnum eftir 3-0 tap gegn grönnunum í CSKA í kvöld. Arnór Sigurðsson spilaði fyrir CSKA en Hörður Björgvin Magnússon er á meiðslalistanum.

Bröndby er stigi á eftir toppliði FC Midtjylland eftir 3-0 sigur á Nordsjælland í kvöld. Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby en Nordsjælland hafði ekki tapað í tíu leikjum fyrir leik kvöldsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.