Fótbolti

Alaba skrifar undir fimm ára samning við Real Madrid

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
David Alaba mun spila í hvítu á næstu leiktíð.
David Alaba mun spila í hvítu á næstu leiktíð. vísir/getty

Sky Sports í Þýskalandi staðfestir að David Alaba hafi samþykkt samningstilboð Real Madrid og mun þessi 28 ára varnarmaður skrifa undir fimm ára samning við félagið.

Áhugi Real Madrid á leikmanninum hefur ekki farið framhjá neinum og greindi Vísir frá í desember að hann væri að öllum líkindum á leið til Spánarmeistara Real nú í sumar þegar samningur hans við Evrópumeistara Bayern Munchen rennur út.

Það hefur nú verið staðfest þó Alaba eigi enn eftir að skrifa undir hjá félaginu.

Reiknað er með því að hinn fjölhæfi Alaba verði ekki tilkynntur sem leikmaður Real Madrid fyrr en að tímabili loknu þar sem fjölmiðladeild Madrídarliðsins hefur í nægu að snúast þessa dagana.

Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×