Alaba gæti leyst Ramos af hólmi hjá Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 20:00 David Alaba gæti verið að leika sitt síðasta tímabil í Þýskalandi. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Samkvæmt heimildum The Athletic er Real Madrid næsti áfangastaður David Alaba. Gæti farið svo að hinn fjölhæfi Austurríkismaður myndi leysa fyrirliðann og goðsögnina Sergio Ramos af hólmi. Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Bæði David Alaba og Sergio Ramos renna út á samning næsta sumar. Alaba hefur farið mikinn með Evrópumeisturum Bayern undanfarin misseri og er talinn einkar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur aðallega leikið sem bakvörður eða miðjumaður en vegna meiðsla í liði Bæjara – og uppgangs Alphonso Davies – hefur Alaba undanfarið leikið í stöðu miðvarðar. Hvort það sé staðan sem Real myndi helst vilja nota hann í er óljóst en hinn 25 ára gamli Ferland Mendy hefur tekið yfir stöðu vinstri bakvarðar hjá Spánarmeisturunum eftir að frammistöðum Marcelo fór að hraka. Hinn 34 ára gamli Ramos er fyrirliði Real en ku vera að skoða sig um þessa dagana. Hann hefur gert slíkt áður en alltaf endað á að skrifa undir hjá Real. Ef hann ákveður að fara gæti Zinedine Zidane - þjálfari Spánarmeistaranna - ákveðið að nota Alaba í miðverðinum en ef til vill er hinn 28 ára gamli Austurríkismaður hugsaður sem arftaki Luka Modrić á miðri miðju liðsins. Flest stórlið Evrópu hafa áhuga á Alaba og þá sérstaklega þar sem hann getur farið frítt næsta sumar. Talið er nær öruggt að hann fari ekki í félagaskiptaglugganum nú í janúar svo hann mun fara á frjálsri sölu næsta sumar. Talið er að Real sé næsti áfangastaður leikmannsins þar sem liðið getur bæði barist um alla þá titla sem eru í boði ásamt því að geta boðið honum 200 þúsund pund í vikulaun eða tæplega 35 milljónir íslenskra króna. Alaba hefur á ferli sínum hjá Bayern unnið þýsku úrvalsdeildina alls níu sinnum, þýska bikarinn sex sinnum, Meistaradeild Evrópu tvívegis og HM félagsliða einu sinni. Þá hefur hann leikið 75 landsleiki fyrir Austurríki og skorað í þeim 14 mörk. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira