Fótbolti

Félögin sem eru eftir í ofurdeildinni ætla að halda áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Inter og Real Madrid ætla að halda ótrauð áfram með ofurdeildina ásamt hinum fjórum félögunum sem eru eftir í henni.
Inter og Real Madrid ætla að halda ótrauð áfram með ofurdeildina ásamt hinum fjórum félögunum sem eru eftir í henni. getty/Eurasia Sport Images

Félögin sex sem eru eftir í ofurdeildinni sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem þau segjast ekki að baki dottin og ætli að halda áfram eftir endurskipulagningu.

Í gær sögðu öll ensku félögin sem komu að stofnun ofurdeildarinnar sig frá henni. Þetta voru Manchester United, Liverpool, Manchester City, Tottenham, Arsenal og Chelsea.

Í yfirlýsingunni frá ofurdeildinni segir að ensku félögin hafi verið neydd til að stökkva frá borði vegna utanaðkomandi pressu.

Félögin sex sem eftir standa, Real Madrid, Barcelona, Atlético Madrid, Juventus, Inter og AC Milan, segjast jafnframt ætla að halda ofurdeildarverkefninu áfram þótt það þarfnist endurskipulagningar.

„Þrátt fyrir brotthvarf ensku félaganna, vegna þrýstings á þau, erum við þess fullviss að tillaga okkar sé að öllu leyti í samræmi við evrópsk lög og reglur eins og fram kom í dómsúrskurði dag [í gær] til að verja ofurdeildina gagnvart þriðja aðila,“ segir yfirlýsingunni.

„Vegna stöðunnar sem upp er komin munum við endurskoða mikilvægustu skrefin til að endurskipuleggja verkefnið, alltaf með það í huga að markmiðið er að búa til sem besta upplifun fyrir stuðningsmennina og tryggja greiðslur til alls fótboltasamfélagsins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×