Alls smituðust um 2700 af franska afbrigðinu sem rakið er til ferðamanns Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2021 19:28 Páll Melsteð prófessor í tölvunarfræði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Vísir/Sigurjón Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa rakið upphaf þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins til erlends ferðamanns sem kom til landsins í ágúst og virti ekki sóttkví. 2700 smit eru rakin til ferðamannsins. Frá því faraldurinn hófst hér á landi hafa öll jákvæð innanlandssýni og jákvæð sýni sem greinast á landamærum verið raðgreind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Teymi þar hefur greint þriðju bylgju faraldursins sem var kennd við franska afbrigði veirunnar til fransks ferðamanns sem kom til landsins í ágúst. Smitin sem eru rakin til hennar eru merkt með bláu á myndinni hér að neðan. Alls smituðust 2700 manns af þessari tegund kórónuveirunnar. Páll Melsteð, prófessor í tölvunarfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir raðgreininguna afar gagnlega. „Þetta var eitt risastórt hópsmit sem rekja má til eins einstaklings sem greinist ekki fyrr en í seinni skimun um miðjan ágúst í fyrra. Það sem er merkilegt er að við náðum algjörlega að útrýma því en þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári,“ segir Páll. Páll segir að rakningargögnin sýni ótvírætt gagnsemi sóttkvíar en smitstuðull lækkar eftir því sem fólk er lengur í sóttkví. Þá sýni gögnin svart á hvítu hvernig smit fara lækkandi þegar gripið er til harðra aðgerða eins og sjá má á þessari mynd þar sem rauðu línurnar marka aðgerðir. Hann segir, mikinn hraða í rakningu. Smit hafi til að mynda komið upp á leikskólanum Jörfa á föstudag. Daginn eftir hafi verið búið að raðgreina það. „Við náum á laugardagskvöld að tengja þetta smit við ákveðið landamærasmit og sendum strax til smitrakningarteymisins sem getur svo unnið málið áfram strax á sunnudag,“ segir hann. Hann segir rakningu afar gagnlega til að finna hvernig smit leka inn í landið frá landamærum. Aðspurður hvort síðustu smit hefðu komið upp hefði fólk verið skyldað á farsóttarhótel segir Páll. „Þá hefði viðkomandi ekki haft þetta tækifæri til að dreifa smitinu áður en hann greinist jákvæður og fer í einangrun,“ segir Páll að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Frá því faraldurinn hófst hér á landi hafa öll jákvæð innanlandssýni og jákvæð sýni sem greinast á landamærum verið raðgreind hjá Íslenskri erfðagreiningu. Teymi þar hefur greint þriðju bylgju faraldursins sem var kennd við franska afbrigði veirunnar til fransks ferðamanns sem kom til landsins í ágúst. Smitin sem eru rakin til hennar eru merkt með bláu á myndinni hér að neðan. Alls smituðust 2700 manns af þessari tegund kórónuveirunnar. Páll Melsteð, prófessor í tölvunarfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir raðgreininguna afar gagnlega. „Þetta var eitt risastórt hópsmit sem rekja má til eins einstaklings sem greinist ekki fyrr en í seinni skimun um miðjan ágúst í fyrra. Það sem er merkilegt er að við náðum algjörlega að útrýma því en þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári,“ segir Páll. Páll segir að rakningargögnin sýni ótvírætt gagnsemi sóttkvíar en smitstuðull lækkar eftir því sem fólk er lengur í sóttkví. Þá sýni gögnin svart á hvítu hvernig smit fara lækkandi þegar gripið er til harðra aðgerða eins og sjá má á þessari mynd þar sem rauðu línurnar marka aðgerðir. Hann segir, mikinn hraða í rakningu. Smit hafi til að mynda komið upp á leikskólanum Jörfa á föstudag. Daginn eftir hafi verið búið að raðgreina það. „Við náum á laugardagskvöld að tengja þetta smit við ákveðið landamærasmit og sendum strax til smitrakningarteymisins sem getur svo unnið málið áfram strax á sunnudag,“ segir hann. Hann segir rakningu afar gagnlega til að finna hvernig smit leka inn í landið frá landamærum. Aðspurður hvort síðustu smit hefðu komið upp hefði fólk verið skyldað á farsóttarhótel segir Páll. „Þá hefði viðkomandi ekki haft þetta tækifæri til að dreifa smitinu áður en hann greinist jákvæður og fer í einangrun,“ segir Páll að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira