Fótbolti

Reiknar með að Ofur­deildar­liðunum verði sparkað úr Meistara­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Verður Chelsea og City sparkað út úr Meistaradeildinni?
Verður Chelsea og City sparkað út úr Meistaradeildinni? Shaun Botterill/Getty

Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið.

Möller er formaður danska sambandsins en einnig situr hann í stjórn UEFA. Stjórnin mun funda aukalega á morgun eftir fréttir dagsins þar sem staðfest var að Ofurdeildin yrði brátt að veruleika.

UEFA hefur gert það ljóst að leikmenn sem spila í Ofurdeildinni verði meinaður aðgangur að landsleikjum en það er ekki eina sem mun gerast þá fyrir leikmenn.

„Ég býst við því að þessum tólf félögum verði sparkað úr Meistaradeildinni,“ sagði Jesper í samtali við DR Sporten.

Þrjú af þeim fjórum liðum sem eru komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar verða í nýrri Ofurdeild; Real Madrid, Chelsea og Manchester City. Óvíst er hvernig Meistaradeildin verði því kláruð í ár.

Ofurdeildin mun væntanlega leysa upp alla samninga, segir Jesper, því félögin verða ekki lengur hluti af UEFA.

Telegraph greinir svo frá því að Manchester United og Arsenal gæti einnig verið sparkað úr undanúrslitum Evrópudeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.