Sjaldan tekið jafn mikið af sýnum og í dag Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 16:41 Fjölmargir biðu þolinmóðir eftir því að komast í sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag og reyndu margir að nýta tímann vel. Vísir/Vilhelm Um þrjú þúsund sýni voru tekin hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og myndaðist á tímabili löng röð fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut sem teygði sig upp í Ármúla. „Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Það er búið að vera mikið fjör í dag. Þetta er svona með okkar stærri dögum en samt gengið þó nokkuð vel. Það myndaðist löng röð en hún gekk hratt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir allt útlit fyrir að tekist hafi vinna niður kúfinn sem byrjaði að safnast upp í gær þegar mikill fjöldi fólks skráði sig í sýnatöku. Röðin gekk hratt fyrir sig og tókst vel að taka á móti fjöldanum. Vísir/Vilhelm Að sögn Ragnheiðar bókaðist mjög hratt á daginn í dag en bókanir fyrir sýnatöku á morgun hafi farið rólegar af stað. Óvenjumikill fjöldi kórónuveirusmita hefur greinst seinustu daga sem tengjast flest þeirra tveimur hópsmitum. Það kom heilsugæslunni því ekki á óvart að fólk myndi nú flykkjast í sýnatöku. 44 hafa greinst um helgina; 36 í tengslum við hópsmit á leikskólanum Jörfa og átta í tengslum við annað hópsmit hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið á leið í sýnatöku lét grímuna ekki vanta. Vísir/Vilhelm Klukkan 15:30, um hálftíma fyrir lokun á Suðurlandsbrautinni, átti eftir að taka einhver hundruð sýni og var Ragnheiður bjartsýn á það myndi takast að klára þann hóp í dag. Í kjölfar hópsmitsins sem kom upp á leikskólanum Jörfa var fólki gert kleift að merkja við leikskólann þegar það skráir sig í sýnatöku á Heilsuveru. Ragnheiður segist ekki hafa upplýsingar um það hversu hátt hlutfall þeirra sem komu á Suðurlandsbrautina í dag merktu við valmöguleikann. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti í dag að til stæði að ráðast í víðtækar skimanir í tengslum við þau hópsmit sem upp eru komin í samfélaginu. Þá verði sömuleiðis farið í handahófskenndar skimanir til að freista þess að meta útbreiðsluna almennt. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upphaflegri frétt sagði að búið væri að taka um fjögur þúsund sýni í dag. Hið rétta er að þau eru um þrjú þúsund. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira