Fótbolti

Atlético Madrid styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Atl. Madrid fagna þriðja marki sínu í dag.
Leikmenn Atl. Madrid fagna þriðja marki sínu í dag. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images

Atlético Madrid jók forskot sitt á toppi La Liga í fjögur stig með 5-0 sigri gegn Eibar í dag. Yannick Carrasco skoraði eitt og Angel Correa og Marcos Llorente tvö hvor.

Lærisveinar Diego Simeone voru lengi að brjóta ísinn, en fyrsta mark leiksins kom á 42. mínútu. Þar var að verki Angel Correa, en hann var búinn að tvöfalda forystuna tveim mínútum seinna.

Yannick Carrasco skoraði þriðja mark heimamanna þegar seinni hálfleikur var um fjögurra mínútna gamall eftir stoðsendingu frá Saul Niguez. Tvö mörk frá Marcos Llorente á 54. og 68. mínútu leiksins gerðu svo endanlega út um vonir Eibar.

Sigurinn þýðir að Atletico Madrid er með fjögurra stiga forskot á toppi La Liga. Real Madrid er í öðru sæti, en þeir leika gegn Getafe í kvöld. Eibar situr sem fyrr sem fastast á botni deildarinnar með 23 stig.


Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.