Fótbolti

Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveindís Jane spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í dag og skoraði eftir aðeins 11 mínútur.
Sveindís Jane spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í dag og skoraði eftir aðeins 11 mínútur. vísir/vilhelm

Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik.

Kristianstad þurfti að sætta sig við jafntefli í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa komist yfir á 11. mínútu með marki frá Sveindísi Jane. Felicia Rogic jafnaði metin fyrir Eskilstuna á 41. mínútu og þar við sat.

Sif Atladóttir leikur einnig með Kristianstad, en hún þurfti að sætta sig við bekkjarsetu í dag.

Mikil eftirvænting hefur verið fyrir frumraun Sveindísar, en Fotbollskanalen taldi hana 23. besta leikmann deildarinnar, þrátt fyrir að hún hafi aldrei spilað leik í deildinni áður.

Hér fyrir neðan má sjá markið sem Sveindís skoraði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.