Spennt að sjá hvað Sveindís Jane hefur fram að færa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 07:00 Það er búist við miklu af Sveindísi Jane í Svíþjóð. vísir/vilhelm Það styttist í að sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu fari af stað og það er ljóst að sparkspekingar þar í landi geta vart beðið eftir að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur spila sinn fyrsta leik í deildinni. Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira