Fótbolti

Guðný og Lára Kristín steinlágu gegn AC Milan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðný Árnadóttir spilaði allan leikinn gegn AC Milan í dag.
Guðný Árnadóttir spilaði allan leikinn gegn AC Milan í dag. Matteo Ciambelli/DeFodi Images via Getty Images

Guðný Árnadóttir og Lára Kristín Pedersen voru báðar í liði Napoli sem heimsótti AC Milan í ítalska boltanum í dag. Guðný var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn, en Lára Kristín kom inn á sem varamaður í hálfleik. AC Milan kláraði leikinn strax í fyrri hálfleik, en lokatölur urðu 4-0.

Valentina Bergamaschi kom heimakonum yfir á 21. mínútu, áður en Yui Hasegawa tvöfaldaði forystuna þremur mínútum seinna. Natasha Dowie kom Milan svo í 3-0 tveimur mínútum fyrir hálfleik.

Valentina Giacinti gerði svo endanlega út um leikinn á 52. mínútu þegar hún jók forksotið í 4-0, og þar við sat.

AC Milan er í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Juventus á toppnum. Napoli sitja hinsvegar í því tíunda, einu sæti fyrir ofan fallsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.