Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. apríl 2021 09:45 John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi loftslagsmál. AP/Sendiráð Bandaríkjanna í Suður-Kóreu Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi veðurfarsbreytingar hefur fundað stíft með Xie Zhenhua, erindreka Kína, í Sjanghaí undanfarna viku, í aðdraganda fjarráðstefnu Hvíta hússins um loftslagsmál sem haldin verður í næstu viku. Niðurstaða funda Kerry og Xie er að Bandaríkin og Kína stefna að því að tækla veðurfarsbreytingar í sameiningu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að báðir aðilar telji nauðsynlegt að takast á við vandamálið af þeim alvarleika og ákafa sem það krefst. AP fréttaveitan hefur eftir Kerry, sem ræddi við blaðamenn í Suður-Kóreu í morgun, að yfirlýsing hans og Xie sé stóryrt, enda sé tilefni til. Hann hafi hins vegar fyrir löngu síðan lært að leggja meiri áherslu á gjörðir en orð. Hér má sjá viðtal Sky News við Kerry frá því í morgun. Kína losar mestan koltvísýring út í andrúmsloftið en Bandaríkin fylgja þeim fast á hæla. Samkvæmt AP fréttaveitunni losa ríkin tvö um helming þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru að hita andrúmsloft jarðarinnar. Samstarf ríkjanna á þessu sviði þykir gífurlega mikilvægt fyrir baráttuna gegn veðurfarsbreytingum en samband þeirra hefur beðið töluverða hnekki á undanförnum árum sem rekja má meðal annars til tilkalls Kínverja til Taívans og Suður-Kínahafs, viðskiptadeilna og mannréttindabrota. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið fjörutíu þjóðarleiðtogum og þar á meðal Xi Jinping, forseta Kína, á fjarráðstefnu um veðurfarsbreytingar í vikunni. Þar stendur til að ræða og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Le Yucheng, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, gaf í skyn á föstudaginn að Kína myndi ekki samþykkja að draga úr losun á ráðstefnunni. Sagði hann að slíkt myndi reynast 1,4 milljarða manna þjóð erfitt og kröfur í garð Kína væru óraunhæfar. Bandaríkin Kína Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna varðandi veðurfarsbreytingar hefur fundað stíft með Xie Zhenhua, erindreka Kína, í Sjanghaí undanfarna viku, í aðdraganda fjarráðstefnu Hvíta hússins um loftslagsmál sem haldin verður í næstu viku. Niðurstaða funda Kerry og Xie er að Bandaríkin og Kína stefna að því að tækla veðurfarsbreytingar í sameiningu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í sameiginlegri yfirlýsingu segir að báðir aðilar telji nauðsynlegt að takast á við vandamálið af þeim alvarleika og ákafa sem það krefst. AP fréttaveitan hefur eftir Kerry, sem ræddi við blaðamenn í Suður-Kóreu í morgun, að yfirlýsing hans og Xie sé stóryrt, enda sé tilefni til. Hann hafi hins vegar fyrir löngu síðan lært að leggja meiri áherslu á gjörðir en orð. Hér má sjá viðtal Sky News við Kerry frá því í morgun. Kína losar mestan koltvísýring út í andrúmsloftið en Bandaríkin fylgja þeim fast á hæla. Samkvæmt AP fréttaveitunni losa ríkin tvö um helming þeirra gróðurhúsalofttegunda sem eru að hita andrúmsloft jarðarinnar. Samstarf ríkjanna á þessu sviði þykir gífurlega mikilvægt fyrir baráttuna gegn veðurfarsbreytingum en samband þeirra hefur beðið töluverða hnekki á undanförnum árum sem rekja má meðal annars til tilkalls Kínverja til Taívans og Suður-Kínahafs, viðskiptadeilna og mannréttindabrota. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur boðið fjörutíu þjóðarleiðtogum og þar á meðal Xi Jinping, forseta Kína, á fjarráðstefnu um veðurfarsbreytingar í vikunni. Þar stendur til að ræða og samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Le Yucheng, aðstoðarutanríkisráðherra Kína, gaf í skyn á föstudaginn að Kína myndi ekki samþykkja að draga úr losun á ráðstefnunni. Sagði hann að slíkt myndi reynast 1,4 milljarða manna þjóð erfitt og kröfur í garð Kína væru óraunhæfar.
Bandaríkin Kína Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira