Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 13:29 Víðir Reynisson. Vísir/Vilhelm Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku. Smitrakning stendur yfir vegna þeirra tveggja sem greindust með covid-19 í gær og voru utan sóttkvíar. „Undanfarið höfum við yfirleitt endað á að finna einhverjar tengingar á milli þessara smita sem eru að koma utan sóttkvíar við fyrri smit. Við sjáum hvað gerist í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. „Það tekur alltaf einhverja klukkutíma að ná alveg utan um þetta.“ „Með svona vinnu þá fáum við tengingar og getum fundið út og þó það séu oft bara mjög litlir snertifletir eða mjög lítil tenging sem fólk hefur kannski ekki áttað sig á þegar það er verið að fara í gegnum smitrakninguna,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki hafa neinar nánari upplýsingar varðandi smit sem upp kom á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Smit utan sóttkvíar áhyggjuefni Þrátt fyrir að heldur fá smit hafi verið að greinast innanlands undanfarna daga segir Víðir áhyggjuefni hve mörg þeirra hafa þó greinst meðal einstaklinga sem ekki voru í sóttkví. „Þetta eru orðin fimm smit núna á stuttum tíma sem eru utan sóttkvíar og það er, eins og við höfum alltaf talað um, áhyggjuefni en smitum auðvitað í heildina er að fara fækkandi og þetta er að ganga ágætlega hjá okkur. Það sem skiptir mestu máli núna er að við hugum vel að okkar persónubundnu sóttvörnum,“ segir Víðir. „Við skulum bara vera undir það búin að það séu að detta inn eitt og tvö smit og það verða einhver smit utan sóttkvíar og það sem við getum öll gert í því er bara að huga að okkar málum, reynt að halda áfram að koma lífinu okkar í eðlilegt horf á sama tíma og við erum að vinna með þessa einföldu hluti sem við erum alltaf að tala um,“ segir Víðir. Vill bera út boðskapinn um mikilvægi sýnatöku Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk sé duglegt að fara í sýnatöku, jafnvel við minnstu einkenni. Víðir segir mikilvægt að bera út þau skilaboð og að fólk veigri sér ekki við að fara í skimun. „Við erum að sjá erlenda starfsmenn sem að kannski hafa ekki alveg skilið þetta og vita ekki alveg hvernig eigi að snúa sér í þessu, þannig að fyrirtæki séu mjög dugleg við það að hjálpa sínum starfsmönnum að komast í sýnatöku ef að þau eru með einhver einkenni,“ segir Víðir. Hann segir nokkuð um það að fólk sem er að koma erlendis frá til að vinna, jafnvel í stuttan tíma, sé ekki meðvitað um hvað það sé auðvelt að komast í sýnatöku hér á landi. „Í mjög mörgum löndum tekur þetta marga daga og er bara heilmikið ferli að fá að komast í sýnatöku en hjá okkur hefur þetta alltaf verið mjög einfalt og auðvelt að komast í sýnatöku. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og aðrir þeir sem eru að vinna með þeim sem koma að utan að þeir hjálpi þeim að bóka tíma í sýnatöku,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Smitrakning stendur yfir vegna þeirra tveggja sem greindust með covid-19 í gær og voru utan sóttkvíar. „Undanfarið höfum við yfirleitt endað á að finna einhverjar tengingar á milli þessara smita sem eru að koma utan sóttkvíar við fyrri smit. Við sjáum hvað gerist í dag,“ segir Víðir í samtali við Vísi. „Það tekur alltaf einhverja klukkutíma að ná alveg utan um þetta.“ „Með svona vinnu þá fáum við tengingar og getum fundið út og þó það séu oft bara mjög litlir snertifletir eða mjög lítil tenging sem fólk hefur kannski ekki áttað sig á þegar það er verið að fara í gegnum smitrakninguna,“ segir Víðir. Hann kveðst ekki hafa neinar nánari upplýsingar varðandi smit sem upp kom á leikskólanum Jörfa í Reykjavík. Smit utan sóttkvíar áhyggjuefni Þrátt fyrir að heldur fá smit hafi verið að greinast innanlands undanfarna daga segir Víðir áhyggjuefni hve mörg þeirra hafa þó greinst meðal einstaklinga sem ekki voru í sóttkví. „Þetta eru orðin fimm smit núna á stuttum tíma sem eru utan sóttkvíar og það er, eins og við höfum alltaf talað um, áhyggjuefni en smitum auðvitað í heildina er að fara fækkandi og þetta er að ganga ágætlega hjá okkur. Það sem skiptir mestu máli núna er að við hugum vel að okkar persónubundnu sóttvörnum,“ segir Víðir. „Við skulum bara vera undir það búin að það séu að detta inn eitt og tvö smit og það verða einhver smit utan sóttkvíar og það sem við getum öll gert í því er bara að huga að okkar málum, reynt að halda áfram að koma lífinu okkar í eðlilegt horf á sama tíma og við erum að vinna með þessa einföldu hluti sem við erum alltaf að tala um,“ segir Víðir. Vill bera út boðskapinn um mikilvægi sýnatöku Hann ítrekar mikilvægi þess að fólk sé duglegt að fara í sýnatöku, jafnvel við minnstu einkenni. Víðir segir mikilvægt að bera út þau skilaboð og að fólk veigri sér ekki við að fara í skimun. „Við erum að sjá erlenda starfsmenn sem að kannski hafa ekki alveg skilið þetta og vita ekki alveg hvernig eigi að snúa sér í þessu, þannig að fyrirtæki séu mjög dugleg við það að hjálpa sínum starfsmönnum að komast í sýnatöku ef að þau eru með einhver einkenni,“ segir Víðir. Hann segir nokkuð um það að fólk sem er að koma erlendis frá til að vinna, jafnvel í stuttan tíma, sé ekki meðvitað um hvað það sé auðvelt að komast í sýnatöku hér á landi. „Í mjög mörgum löndum tekur þetta marga daga og er bara heilmikið ferli að fá að komast í sýnatöku en hjá okkur hefur þetta alltaf verið mjög einfalt og auðvelt að komast í sýnatöku. Það er mikilvægt að atvinnurekendur og aðrir þeir sem eru að vinna með þeim sem koma að utan að þeir hjálpi þeim að bóka tíma í sýnatöku,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira