Ætlar að brúa bilið gegn þjálfaranum sem heillaði hann svo mikið Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2021 08:00 Phil Foden og félagar í Manchester City unnu 3-1 gegn Chelsea í deildarleik í janúar, skömmu áður en Thomas Tuchel tók við Chelsea af Frank Lampard. EPA-EFE/Andy Rain Þó að tuttugu stig skilji Manchester City og Chelsea að má búast við spennandi leik þegar liðin mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira