Innlent

Hafa gefið út „opnunartíma“ fyrir gosstöðvarnar um helgina

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bannsvæði við eldstöðvarnar verður markað á korti sem verður birt síðar í dag, að sögn lögreglu.
Bannsvæði við eldstöðvarnar verður markað á korti sem verður birt síðar í dag, að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm

Sama fyrirkomulag verður við gosstöðvarnar í dag og um helgina og verið hefur undanfarna daga. Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á hádegi og fram til miðnættis en svæðinu lokað kl. 21 og rýmt kl. 23.

Spá veðurvaktar um veður og gasdreifingu í dag, föstudag:

„Í dag er spáð suðvestan 13-18 m/s á svæðinu sem mun beina gasmengun til norðausturs yfir höfuðborgarsvæðið.“

Lögregla ítrekar að frá miðnætti til hádegis verða engir viðbragðsaðilar á svæðinu til að mæla gasmengun eða bregðast við óhöppum. 

„Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Þá hefur gönguleið reynst mörgum erfið. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum. Hættusvæði við gosstöðvarnar hefur verið merkt inn á kort sem hægt er að nálgast á Facebook síðu lögreglu og á vedur.is, heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Svæðið er ekki fyrir lítil börn, þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir skaðlegum lofttegundum. Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og öðrum útivistarfatnaði.“

Uppfært kl. 8.35:

Fréttin hefur verið uppfærð til að endurspegla leiðréttingar sem voru að berast frá lögreglu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×