Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 00:01 Hvorki skóli né sveitarfélag er tilgreindur í úrskurði Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira