Skóli braut persónuverndarlög við meðferð eineltismáls Eiður Þór Árnason skrifar 16. apríl 2021 00:01 Hvorki skóli né sveitarfélag er tilgreindur í úrskurði Persónuverndar. Vísir/Vilhelm Grunnskóli braut gegn persónuverndarlögum þegar hann miðlaði viðkvæmum persónuupplýsingum um nemanda til ráðgjafafyrirtækis eftir að ákvörðun var tekin um að fyrirtækið kæmi ekki lengur að málinu. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“ Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Málið hófst með kvörtun sem barst Persónuvernd í mars 2020 og varðar fyrirtækið KVAN sem var fengið til að vinna að eineltismáli barns kvartenda. Síðar tóku fræðslusvið bæjarfélagsins og foreldrarnir sameiginlega ákvörðun um að eineltisteymi skólans tæki við málinu og KVAN kæmi ekki frekar að því. Þremur vikum eftir þá ákvörðun sendi starfsmaður KVAN tölvupóst á starfsmann grunnskólans og spurði um stöðu mála. Samdægurs svaraði starfsmaður skólans póstinum og veitti upplýsingar um stöðu eineltismálsins án samþykkis foreldra en í tölvupóstinum kom fram nafn barnsins og viðkvæmar persónuupplýsingar. Sent póstinn í góðri trú Að sögn foreldranna fengu þeir fyrst að vita um þessi samskipti eftir að þau óskuðu eftir aðgangi að öllum gögnum grunnskólans um sig og barn sitt. Að sögn skólans vissi starfsmaðurinn sem svaraði umræddum tölvupósti ekki að samstarfi við fyrirtækið hafi verði hætt og því gert það í góðri trú. Þá hafi ekki komið fram neinar nýjar persónuupplýsingar í póstinum sem viðkomandi starfsmaður KVAN hafi ekki þegar haft vitneskju um. Þrátt fyrir það hafi sveitarfélagið beðið foreldrana afsökunar. Ámælisvert að allir hafi ekki upplýstir um stöðu mála „Þó fallast megi á að grunnskóla beri skylda til að bregðast við og vinna úr eineltismálum í samræmi við framangreint verður ekki séð að skólanum sé heimilt að halda áfram miðlun persónuupplýsinga um nemendur til sjálfstætt starfandi ráðgjafarfyrirtækis eftir að ákvörðun hefur verið tekin um að fyrirtækið komi ekki lengur að málinu,“ segir í úrskurði Persónuverndar. Telur stofnunin ámælisvert í ljósi eðlis þeirra gagna sem um ræðir að grunnskólinn hafi ekki tryggt að allir starfsmenn sem hafi komið að máli barnsins hafi verið upplýstir um að samstarfi við KVAN væri lokið. „Breytir þar engu þótt viðtakandi tölvupóstsins hafi þegar verið upplýstur um málið og því ekki um nýjar upplýsingar að ræða nema að takmörkuðu leyti.“
Persónuvernd Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira