Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 12:14 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla. Nýleg reglugerð á landamærum heimilar öllum sem koma til landsins og hafa dvalarstað að fara í fimm daga heimasóttkví í stað þess að fara á sóttvarnahótel. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til aukið eftirlit með heimasóttkví sem nú er að komast mynd á. Víðir segir eftirlitið fyrst og fremst leiðbeinandi. „Það sem við erum að gera núna er að skerpa á þeim símtölum sem fólk fær. Það fá allir núna eitt símtal og við ætlum að fjölga þeim símtölum. Skerpa á að fara yfir gátlistann. Hjálpa fólki að skilja þetta betur,“ segir Víðir og vísar til þess að fólk hafi verið að túlka sóttkví með ólíkum hætti. „Svo er stefnan að setja í gang heimsóknir sem eru af sama meiði.“ Ræða við öryggisfyrirtæki Með heimsóknum til fólks eigi að hjálpa því að vanda sig í sóttkví, gera hana markvissari og betri. Auka gæði hennar. „Við erum fyrst og fremst að horfa á áhættumatið í þessu eftirliti út frá því að reyna að skerpa á leiðbeiningum og hjálpa fólki að skilja betur.“ Tala þurfi við fólk einu sinni, kannski tvisvar eða jafnvel þrisvar og svo mögulega kíkja í heimsókn til að ganga úr skugga um að fólk sinni sóttkví rétt. „Þetta verður ekki lögreglueftirlit. Ekki lögregla sem fer í heimsóknir eða eitthvað slíkt. Við erum að skoða að gera samninga við aðila, þeir vinna undir faglegri stjórn sóttvarnalæknis. Lögregla fer ekki í þessar heimsóknir.“ Slíkir aðilar gætu verið öryggisfyrirtæki. „Það er alveg möguleiki. Það hafa tvö öryggisfyrirtæki sett sig í samband við okkur og lýst yfir vilja að koma í samstarf. Við erum í miklu samstarfi við þessi fyrirtæki, til dæmis í sóttvarnahúsunum, úti á Keflavíkurflugvelli, í sýnatökum hérna á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa verið góðir samstarsðilar. Það gæti verið mjög hentugt að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira
Nýleg reglugerð á landamærum heimilar öllum sem koma til landsins og hafa dvalarstað að fara í fimm daga heimasóttkví í stað þess að fara á sóttvarnahótel. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til aukið eftirlit með heimasóttkví sem nú er að komast mynd á. Víðir segir eftirlitið fyrst og fremst leiðbeinandi. „Það sem við erum að gera núna er að skerpa á þeim símtölum sem fólk fær. Það fá allir núna eitt símtal og við ætlum að fjölga þeim símtölum. Skerpa á að fara yfir gátlistann. Hjálpa fólki að skilja þetta betur,“ segir Víðir og vísar til þess að fólk hafi verið að túlka sóttkví með ólíkum hætti. „Svo er stefnan að setja í gang heimsóknir sem eru af sama meiði.“ Ræða við öryggisfyrirtæki Með heimsóknum til fólks eigi að hjálpa því að vanda sig í sóttkví, gera hana markvissari og betri. Auka gæði hennar. „Við erum fyrst og fremst að horfa á áhættumatið í þessu eftirliti út frá því að reyna að skerpa á leiðbeiningum og hjálpa fólki að skilja betur.“ Tala þurfi við fólk einu sinni, kannski tvisvar eða jafnvel þrisvar og svo mögulega kíkja í heimsókn til að ganga úr skugga um að fólk sinni sóttkví rétt. „Þetta verður ekki lögreglueftirlit. Ekki lögregla sem fer í heimsóknir eða eitthvað slíkt. Við erum að skoða að gera samninga við aðila, þeir vinna undir faglegri stjórn sóttvarnalæknis. Lögregla fer ekki í þessar heimsóknir.“ Slíkir aðilar gætu verið öryggisfyrirtæki. „Það er alveg möguleiki. Það hafa tvö öryggisfyrirtæki sett sig í samband við okkur og lýst yfir vilja að koma í samstarf. Við erum í miklu samstarfi við þessi fyrirtæki, til dæmis í sóttvarnahúsunum, úti á Keflavíkurflugvelli, í sýnatökum hérna á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa verið góðir samstarsðilar. Það gæti verið mjög hentugt að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Sjá meira