Fleiri þurfi meðferð vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:01 Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði segir sífellt fleiri leyta til stofnunarinnar vegna kvíða og þunglyndis sem rekja megi til þeirra áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á samfélagið. Þá hafi mörgum farið líkamlega aftur í faraldrinum og óskað eftir innlögn. Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns bíða meðferðar eða hafa farið í meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnun í Hveragerði vegna langvarandi afleiðinga þess að hafa fengið Covid-19. Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunar segir fagfólk stofnunarinnar líka farið að sjá svokölluð „Covid- áhrif“ þar sem fólk er sérstaklega að koma vegna kvíða og þunglyndis í kjölfar faraldursins án þess að hafa veikst af sjálfum sjúkdómnum. „Fagfólk hér segist sjá að sýnilega aukningu á innlagnabeiðnum þar sem fólk rekur sinn sjúkdóm eða afturför að verulegu leyti til þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur haft á líf þess. Það nokkuð um beiðnir um innlögn frá læknum fólks sem er illa haldið af kvíða og þunglyndi vegna Covid-sóttvarna, vegna einangrunar eða breytinga á högum í kjölfar faraldursins. Það er líka talsvert um beiðnir vegna fólks sem hefur farið líkamlega aftur í þessu ástandi. Það er minni þjálfun, minni hreyfing. Það er svo margt sem kemur inní sem hefur breytt lifnaðarháttum. Við óttumst það að þessi tiltekni hópur fólks geti farið stækkandi á komandi árum,“ segir Þórir. Þórir segir brýnt að bregðast við slíkum einkennum. „Það er auðvitað rætt um það á heimsvísu að afleiðingar faraldursins eiga eftir að vera langvarandi og hafa mikil áhrif. Þau verði dýr og það þurfi að gæta að því að áhrifin verði ekki dýrari en þau þurfa að verða með aðgerðum og umræðu,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Félagsmál Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
„Það er engin umræða, það er eins og eftirköst Covid séu ekki til“ Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Tugir bíða endurhæfingar. 14. apríl 2021 18:54