Fótbolti

Dramatík fyrir utan Anfi­eld: Skemmdar­verk unnin á rútu Real

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skemmdarverkin á rútu spænska liðsins.
Skemmdarverkin á rútu spænska liðsins. AFP

Stuðningsmenn Liverpool brutu rúðu á rútu Real Madrid er þeir spænsku komu til Anfield í kvöld.

Hundruðir stuðningsmanna Liverpool söfnuðust saman fyrir utan Anfield í kvöld og tóku á móti sínu liði sem og Real.

Baulað var á rútu Real við komuna en hlutum var kastað í átt að rútunni en Real er 3-1 yfir eftir fyrri leikinn.

Það endaði með því að einn steinninn sem var kastað í rútu Real braut eina af rúðum rútunnar.

Starfsfólk Liverpool sá svo um að sópa upp glerbrot eftir að leikmenn Real voru farnir inn á svæðið en lögreglan var til staðar.

Jan Mjölby, fyrrum leikmaður Liverpool og nú spekingur dönsku stöðvarinnar TV3 Sport, segir að um 200 til 250 stuðningsmenn hafi verið fyrir utan Anfield í dag.

Liverpool hefur svo beðist afsökunar á framferði þessara einstaklinga.

Leikur Liverpool og Real hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.