Innlent

Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Læknafélag Íslands telur að umræðan um dánaraðstoð þurfi að vera þroskaðri til þess að unnt sé að kanna afstöðu heilbrigðisstarfsfólks.
Læknafélag Íslands telur að umræðan um dánaraðstoð þurfi að vera þroskaðri til þess að unnt sé að kanna afstöðu heilbrigðisstarfsfólks. Vísir/Egill Adalsteinsson

Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar.

Mælt var fyrir þingsályktunartillögunni á Alþingi í síðasta mánuði en að henni standa þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar, Vinstri Grænna og Samfylkingunni.

í greinargerð hennar segir að markmiðið sé að fá sem gleggsta mynd af afstöðu heilbrigðisstarfsfólks til álitaefnisins, sem hafi fengið meiri opinbera umræðu en áður eftir að skýrsla heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð kom út. Þannig megi kanna  á hlutlausan og vandaðan hátt hvort og hvernig afstaða heilbrigðisstarfsfólks hafi breyst svo unnt sé að vinna málið áfram. 

Í umsögn Læknafélags Íslands um tillöguna segir að skýrsla heilbrigðisráðherra hafi verið gagnrýnd af fagfólki og að félagið hafi tekið undir það. Læknafélagið leggist gegn því að skoðanakönnun af þessu tagi verði gerð fyrr en umræðan um dánaraðstoð verði víðtækari og almennari „og ekki knúin fram af þeim sem harðast vilja beita sér fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar.“

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Landspítalinn og Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, hafa hins vegar skilað umsögnum þar sem mælt er með því að könnunin verði gerð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×