Fótbolti

Tuchel sagði Conceicao að „fokka sér“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thomas Tuchel á hliðarlínunni í leik Porto og Chelsea í gær.
Thomas Tuchel á hliðarlínunni í leik Porto og Chelsea í gær. epa/Jose Manuel Vidal

Sergio Conceicao, knattspyrnustjóri Porto, segir að Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hafi sagt sér að fara til fjandans eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.

Porto vann leikinn, 1-0, þökk sé glæsilegu marki Mehdis Tamerii í uppbótartíma. Það dugði þó skammt því Chelsea vann fyrri leikinn, 2-0, og er komið áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Einhver hundur var í mönnum eftir leik og skilja þurfti Tuchel og Pepe, varnarmann Porto, að. 

Á blaðamannafundi eftir leikinn vildu stjórarnir lítið ræða um ástæður þess að upp úr sauð en samkvæmt portúgalska dagblaðinu Record sagði Tuchel Conceicao einfaldlega að „fokka sér“.

Tuchel og Conceicao áttu einnig í orðaskiptum fyrr í leiknum þegar Porto fékk ekki vítaspyrnu sem liðið vildi fá.

Það kemur í ljós í kvöld hvort Chelsea mætir Liverpool eða Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

Chelsea oftast enskra liða í undan­úr­slit

Þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli gegn Porto í gær í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu komst Chelsea samt sem áður í undanúrslit keppninnar. Er þetta í áttunda sinn sem Chelsea kemst þangað en engu liði hefur tekist það oftar.

Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap

Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto í Kvöld. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og voru því í góðum málum fyrir leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×